Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 6
4 en höfðu verið ræktuð í Svíþjóð undir eftirliti um nokkurra ára skeið. Hlutu þau númer Búnaðardeildarinnar frá 1 til 92. Sama ár bárust frá fræfélaginu Woodruff í Bandaríkjunum 5 aTgeng söluafbrigði, sem hlutu númerin 93—97, og enn frernur árið 1950 frá U. S. D. A. tilraunastöðinni í Beltsville 36 afbrigði, sem hlutu númerin 98—133. Sama ár bættist við afbrigðið Rauðar íslenzkar frá Hornafirði, er varð númer 134. Árið 1951 var síðan bætt við 3 kartöfluafbrigðum frá Eldlandi, númer 135—137. Höfðu þau öll verið ræktuð þar frá ómunatíð og ekkert vitað um upp- runa þeirra. Að lokum var bætt við 5 afbrigðum árið 1952, sem komu frá Grænmetisverzlun ríkisins, og hlutu þau númerin 138—142. öll þessi afbrigði voru um nokkurra ára bil borin saman við Eyvind (Kerrs Pink), númer 10, sem talin er ein meðaluppskerumesta kartafla, er hægt er að rækta hér suðvestanlands. Aðstæður. Eins og að framan greinir, bárust fyrstu kartöfluafbrigðin til stöðv- arinnar vorið 1946. Var þá aðeins um fáar kartöflur að ræða og ekki unnt að hefja neinn samanburð að svo stöddu. Það var ekki fyrr en sumarið 1948, að nægur kartöflufjöldi var fenginn. Stöðin hafði þá að- setur að Úlfarsá í Mosfellssveit, sem liggur um 60 m yfir sjó. Kartöflu- garðurinn var í ofanafristu túni með leirkenndri gróðurmold. Var þá not- aður einvörðungu tilbúinn áburður, sem og öll síðari árin nema 1954, og var blandaður þannig: 900 kg ammonsúlfatsaltpétur eða tilsvarandi magn af kalkammonsaltpétri, 675 kg 45% þrífosfat og 675 kg 50% brenni- steinsúrt kalí. Á þessu má sjá, að notað var nokkru meira magn af áburði en venjulega er ráðlagt að bera í kartöflugarða, en þar sem um var að ræða fremur ófrjóan, þurran jarðveg, þótti þetta réttlætanlegt. Kartöfl- urnar voru settar niður spíraðar fyrstu daga í júní og teknar upp um mánaðamót september og október. Sumarið 1949 var tilraunin gerð aftur á sama stað. Var þá sett niður 10. til 15. júní og tekið upp síðustu daga septembermánaðar. Sumarið 1950 flutti Búnaðardeildin tilraunastarfsemi þessa að Varmá í Mosfellssveit. Var kartöflugarðurinn þá hafður í allleirblöndnum mela- jarðvegi í nokkrum halla móti suðvestri, 30 m yfir sjó. Sett var niður 19—20. maí og tekið upp síðast í september. Sumurin 1951 og 1952 var garð- urinn fluttur vegna þrengsla í slétta (iræktarinýri. Var jarðvegurinn þar bæði kaldur og ófrjór. Varð hann eðjublautur í rigningum, en annars þurr og sprunginn, og kom áburðurinn hvergi að nægilegu gagni. Sumarið 1953 var garðurinn enn fluttur í gamalt ofanafrist tún að Varmá. Var borinn í það nokkur haugur auk hins venjulega áburðar- skammts. Síðustu þrjú árin voru kartöflur settar niður urn rniðjan maí- mánuð og teknar upp síðast í september.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.