Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 7
5 Árferði. Þess skal getið, að veðurathuganir hafa ekki verið gerðar á stöðinni, en athuganir frá Reykjavík látnar nægja. Er í töflu 1 birt yfirlit um hita og úrkomu sumarmánaða þeirra ára, er tilraunin stóð yfir. Tafla 1. Meðalhiti og úrkoma í Reykjavík 1948—1953. Mecin temperature and precipilation in Reykjavik l'JhS—1953. Hiti Maf Úrkoma Júní Hiti Urkoma Hiti Júlí Úrkoma Ágúst Hiti Úrkoma Hiti Sept. Urkoma Úrkoma alls total temp. precip. temp. precip. temp. preclp. tcmp. precip. temp. precip. precip. °C mm °C mm °C m m °C mm °c mm mm 1948 4.6 51.0 9.4 34.1 10.6 75.9 11.0 37.5 6.2 34.9 228.4 1949 3.6 27.9 9.8 44.2 10.5 66.0 10.1 86.9 9.0 97.9 322.9 1950 7.1 61.2 9.3 42.0 12.4 52.3 12.2 55.6 7.3 37.3 248.4 1951 6.9 23.2 9.8 39.4 10.6 43.6 11.4 17.8 9.7 47.9 171.9 1952 6.3 46.7 8.4 15.5 10.0 67.0 10.1 33.1 7.7 29.2 191.5 1953 6.8 36.3 10.1 28.6 11.9 39.6 11.5 50.7 9.7 80.5 235.7 Af töflu 1 má sjá, að hiti og úrkoma árið 1953 var yfirleitt hagstæðari fyrir kartöflurnar en hin tilraunaárin, þar eð hitinn var mestur og úr- koman hæfileg. Árferðið var hins vegar verst fyrir kartöflurækt árin 1951 og 1952, þar sem úrkoman var það lítil, að áburður leystist illa upp fyrr en á miðju sumri og kom þess vegna ekki að fullum notum. Auk þess var hitinn of lítill sumarið 1952 fyrir eðlilegan vöxt. Þetta ár kom haustið snemma með frostum, og féllu því öll grös í fyrra lagi. Önnur sumur má telja í meðallagi. Tilhögun rannsóknanna. Fyrstu árin, sem tilraunin var gerð, var hún skipulögð af Áskeli Löve (1950), er í skýrslu sinni segir svo: „Var ekki hægt að lesa neitt um upp- skerumagn stofnanna með fullu öryggi fyrr en haustin 1948 og 1949. Samkvæmt útreikningunum 1948 voru valdir úr 42 stofnar til nánari samanburðar næsta ár, og vorið 1949 var þeim sáð í ferhyrning, sem skipt var niður líkt og taflborði með röðum af höfrum og byggi, og var hver stofn ræktaður á þrem mismunandi stöðum á þessu taflborði, samkvæmt þeirri aðferð, sem á ensku er kennd við „Latin square“. Var þetta gert eingöngu til að tryggja, að mismunurinn, sem fram kemur milli hinna ýmsu stofna, verði skýrður með öðru en mismun á hinum ytri aðstæð- um. í hvern reit voru settar 21 kartafla, 3 raðir með 7 í hverri röð, en þegar skorið var upp, var aðeins vegið undan þeim 5 kartöflum, sem uxu í miðjum reitnum umkringdar af öðrum kartöflum sama stofns á alla vegu. Var vegið undan hverri kartöflu sérstaklega, svo að haldgóðar

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.