Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 15

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 15
13 öll uppskerumikil og koma til greina við frekari athuganir á vali úrvals- kartaflna. Nokkur afbrigði eru ekki verulega uppskeruminni en Ey- vindur, og má því einnig nota þau við framhaldsrannsóknir. Flest afbrigði voru hins vegar svo uppskerurýr, að ekki verður unnt að ráðleggja ræktun þeirra til almennrar sölu hér á landi að öllu óbreyttu, nema um aðra sérstaka eiginleika þeirra sé að ræða. Smælki. Af smælkisprósentu, sem birt er í aftasta dálki töflu 2, má nokkuð marka stærðarhlutföll kartaflnanna í uppskerunni. Gáfu sum afbrigðin, t. d. nr. 25 og 34, nær einvörðungu smælki, og undan afbrigðinu nr. 82 minnkaði uppskeran svo mikið ár frá ári, að ekkert varð eftir að síðustu nema örlítil ber. Sum afbrigðin gáfu af sér fáar, stórar kartöflur, og má heita, að nr. 102 og 120 hafi alveg verið lausar við smælki. Er það einkum athyglis- vert með Kennebec (120), sem var annað uppskerumesta afbrigði til- raunarinnar, hve jafna og smælkislausa uppskeru það gaf. Sequoia af- brigðið, sem reyndist uppskerubezt, hafði einnig mjög Iága smælkisprósentu eða aðeins 1.3% af heildaruppskerunni. Hin lága smælkisprósenta þessara tveggja uppskerumestu afbrigða er mikill kostur, þar sem mikið smælki rýrir verulega söluhæfa uppskeru og veldur töfum við upptöku og meðferð. Að þessu sinni var ekki ráðizt í að telja kartöflur undan grösum til samanburðar á fjölda og stærð kartaflnanna, en hins vegar gerðar at- huganir, sem notaðar verða við lokaúrval tegundanna. Sterkju- og þurrefnismagn. Hér að framan hafa verið sýnd hlutföll uppskerumagns hinna ýmsu afbrigða, en þar sem takmarkið er fyrst og fremst, að kartöfluafbrigðið sé ekki einungis uppskerumikið heldur og næringarríld, voru þannig gerðar rannsóknir á sterkju- og þurrefnisinnihaldi afbrigðanna. Sterkja var ákvörðuð með sérstakri vog, sem byggð er á þeim forsendum, að ákveðið hlutfall ríki á milli rúmmáls og sterkju kartaflna, en þurrefnið var ákvarðað eftir venjulega hraðþurrkun við 80° C í 24 tíma. í töflu 4 eru síðan birtar niðurstöður rannsóknanna. Tafla 4. Sterkju- og þurrefnismagn kartöfluafbrigða árið 1953. Starch and dry matter content of potato varieties in 1953. Heiti kartöfluafbrigðis Nr. Sterkja % Þurrefni % variety % starch % dry maller Ostbote ....................................... 1 17.4 20.5 Mittelfruhe.................................... 2 15.9 21.6 Professor Wohltmann............................ 3 13.4 18.9

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.