Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 14

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 14
12 rannsókn raunhæfni uppskeru þeirra síðustu fjögur ár tilraunarinnar. í þeim útreikningi voru ekki taldar uppskerutölur tveggja fyrstu áranna. Auk þess voru ekki tekin með í þennan reikning 4 yngstu afbrigði til- raunarinnar, en uppskeru þeirra verður að skoða með nokkurri varúð, þar sem flest þeirra voru aðeins höfð til samanburðar um tveggja ára skeið og annað þessara ára var bezta uppskeruárið. Er því líklegt, að meðaluppskera þessara afbrigða myndi reynast mun minni, ef um saman- burð fleiri ára væri að ræða. Niðurstöðutölur sveiflurannsóknarinnar eru hér birtar í töflu 3, og ber þess að geta, að til grundvallar eru uppskerutölur undan 5 grösum úr reit. Tafla 3. Niðurstöður sveiflurannsókna á uppskeru 27 úrvalskartöfluafbrigða í 4 ár. Analysis of variance of yields of 27 potato varieties in í years. Tegund frávika Fertölur Frítölur Frávik F-gildi Meðal- varialion sum of degrees mean F frávik due to squares of square s freedom Alls total ........................... 4760205 323 Dálkar blocks ............................ 13028 2 6514 1.25 Ár years ............................. 3500019 3 1166673 224.53*** Afbrigði varieties ....................... 285891 26 10996 2.17** Samverkan ára og afbrigða y Xv .. 600243 78 7695 1.48* Afgangur remainder ................... 961267 185 5196 72.08 Niðurstöður þessar sýna, að mikill raunhæfur mismunur var á upp- skeru einstakra ára, enda var það augljóst af töflu 2. Milli afbrigða var einnig raunhæfur mismunur, sem bendir til, að einhver afbrigði til- raunarinnar væru raunverulega betri en önnur á þessum fjórum árum. Samverkan ára og afbrigða reyndist raunhæf í 95% tilfella, en það, að F-giIdi hennar er minna en F-gildi afbrigðanna, sannar, að einhver afbrigði hafa alltaf gefið betri uppskeru en önnur, hvernig sem áraði. Til þess að rannsaka, hvaða afbrigði reyndust öll árin raunverulega betri en Eyvindur, varð að reikna út meðalskekkju mismunar tveggja afbrigðameðaltala, sem fundin voru af uppskeru þriggja samreita yfir fjögurra ára tímabil. Þessi skekkja var en með t = 1.97 við 95% raunhæfni og j/ |/2X5196 29.43. gr., raunhæfni _ t = 2.60 við 99% verður minnstur, raunhæfur mismunur samsvarandi 57.98 gr. og 76.52 gr„ ef miðað er við uppskeru undan 5 grösum. Af fjögurra ára meðaltali reyndust tvö afbrigði þannig raunverulega gefa meiri uppskeru en Ey- vindur, en það voru Kennebec, nr. 120, og Sequoia, nr. 131. Mismunur þessi reyndist raunhæfur í 99% tilfella. Önnur afbrigði, sem gáfu meiri meðaluppskeru en Eyvindur, þótt ekki væri sá niunur raunhæfur, eru Raunhæft í 95% tilfella significant at the 5% levcl. Raunhæft í 99% tilfella significant at the 1% level. Raunhæft í 99.9% tilfella significant at the 0.1% level.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.