Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 22

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 22
20 til almennrar ræktunar, er, að það gefi milda uppskeru. Einstaklingar geta veitt sér að rækta uppskerurýrar kartöflur til heimilisnota, ef um sérstaklega bragðgóð afbrigði er að ræða, er falla vel í þeirra smekk, en eigi að rækta sölukartöflur í stórum stíl, er nauðsynlegt, að notað sé uppskerumikið afbrigði. Slíkt afbrigði þarf að öðru leyti að fullnægja kröfum almennings, og kemur þar til greina hýðislitur, lögun, stærð, bragð og gerð kartöflunnar. Miklum erfiðleikum er bundið að velja eitt kart- öfluafbrigði, sem fullnægir kröfum allra, því að misjafn er smekkur manna, og eklci eru allar kartöflur ætlaðar til sömu nota. Vilja sumir mélaðar kartöflur, en aðrir stífar. Meðalstórar kartöflur eru bezt fallnar til heimilis- nota, en stórar kartöflur fyrir veitingahús og þá aðila, er nota vélar til flysjunar. Meðal afbrigða þeirra, sem notuð hafa verið við framangreindar rann- sóknir, má ætla, að séu kartöflur við allra hæfi, og má nota uppskeru- tölur þær, sem hér eru skráðar, við val á arðbeztu kartöfluafbrigðunum með einhverja álcveðna eiginleika. T. d. gefur möndlukartaflan frá Stokk- hólmi mesta uppskeru af hinum sérkennilegu stífu, aflöngu möndlu- kartöflum, og einnig eru Green Mountain og Direktör Johanssen afbragðs matarkartöflur. Við ræktun sölukartaflna ber sérstaklega að benda á. afbrigðið Sequoia, sem auk þess að vera uppskerumikið, sterkjuríkt og frostþolið gefur fallegar, hvítar, jafnar og bragðgóðar kartöflur. Af- brigðið Kennebec er að vísu ekki eins frostþolið og Sequoia, en er upp- skerumikið og þess vegna einnig vel fallið til ræktunar í stórum stíl. Stofn sá af Gullauga, sem notaður var í tilraunir þessar, er af sænskum uppruna og hefur ekki gefið þá uppskeru, sem búast mátti við eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefur hér á landi við ræktun annarra stofna þessa afbrigðis. Yfirlit. Á árunum 1948 til 1953 voru gerðar samanburðartilraunir með allt að 142 kartöfluafbrigði, sem safnað hafði verið saman frá ýmsum ná- grannalöndum í því skyni að leita að afbrigðum, sem reyndust að ein- hverju leyti betur fallin til ræktunar hér á landi en þau, sem fyrir voru. Samanburðartilraunir þessar voru gerðar að Úlfarsá og Varmá. Voru hafðar 3 endurtekningar með 5 kartöflum í hverjum reit. Sýndu út- reikningar, að hvergi var tilraunaslcekkja það mikil, að ekki mætti styðjast við uppskerutölur afbrigðanna við frekari útreikninga. í ljós kom, að munur á uppskeru afbrigða var mikill, og voru reiknuð út hverju sinni þau afbrigði, sem reyndust uppskerumeiri en afbrigðið Eyvindur. Mikill munur var á uppskeru eftir árferði, en þó reyndust tvö afbrigði vera raunverulega betri en Eyvindur fjögur síðustu árin. Voru það afbrigðin Sequoia, nr. 131 og Kennebec nr. 120. Þessi afbrigði gáfu kartöflur, er voru jafnar að stærð og smælkislitlar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.