Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 1
2 2 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 2 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Gústi gefur allt upp um refinn Lætur engan vaða yfir sig Lífið ➤ 26 Allt ENYAQ iV RAFMAGNAÐUR 412 til 534 km drægni (WLTP) HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/skodasalur FÆST EINNIG FJÓRHJÓLADRIFINN Verð frá 5.790.000 kr. Karlmaður er ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í Keflavík í fyrra. Eftir brunann krafðist maðurinn bóta úr hendi tryggingafélags vegna eignatjóns og fjártjóns, í kjölfar rekstrarstöðvunar. adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa kveikt eld á tveimur stöðum inni á veitingastaðnum Kebab House í Reykjanesbæ í júní í fyrra, með þeim afleiðingum að eldur breidd- ist út og olli bæði almannahættu og miklu eignatjóni á húsnæði veit- ingastaðarins. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til fjársvika, með því að hafa í júlí sama ár krafið trygg- ingafélagið Sjóvá-Almennar um greiðslu bóta vegna tjónsins sem hlaust af eldsvoðanum og í fram- haldinu einnig um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Í ákæru, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að tr yg g ingafélag ið haf i haf nað greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í upphafi var talið að eldurinn hefði kviknað út frá eldamennsku og í frétt Fréttablaðsins af málinu, sama dag og eldsvoðinn varð, var haft eftir Brunavörnum Suðurnesja að maður, sem fluttur var á sjúkra- hús vegna gruns um reykeitrun, hefði sjálfur reynt að slökkva eldinn og hlotið af því minni háttar bruna- sár. Fréttablaðið hefur ekki fengið upplýsingar um hvort ákærði og sá sem f luttur var á sjúkrahús vegna brunans er sami maðurinn, en í ákærunni er íkveikjunni lýst þann- ig að borin hafi verið eldhvetjandi efni að tveimur svæðum í eldhúsi, annars vegar undir borði við kjöt- stand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðslu- borði. Eldur hafi svo verið borinn að umræddum svæðum. Ákæran var gefin út af héraðs- saksóknara 7. október síðastliðinn og málið verður þingfest í næstu viku í Héraðsdómi Reykjaness. n Ákærður fyrir íkveikju og tilraun til fjársvika Tryggingafélagið hafnaði bótakröfum ákærða vegna gruns um íkveikju. Fín frammistaða íslenska karlalandsliðsins tryggði Strákunum okkar stig á útivelli gegn Rúmenum í 0-0 jafntefli í Búkarest í gærkvöldi. Ljóst er að Ísland nær ekki að endurtaka leikinn og komast í lokakeppni HM á næsta ári, en undankeppninni lýkur í Skopje um helgina. Birkir Bjarnason jafnaði leikjamet karlalandsliðsins í gær í 104. leik sínum fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.