Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 28
svavamarin@frettabladid.is Með kólnandi veðri er góð húðum- hirða mikilvægur partur af daglegri rútínu að sögn Hörpu Káradóttur, förðunarfræðings og eiganda Make- Up Studio Hörpu Kára. „Hrein húð er lykillinn að öllu og er afar mikilvægt að þrífa húðina fyrir nóttina. Allir ættu að eiga góð rakakrem fyrir veturinn til að við- halda rakastigi húðarinnar og að forðast þurrk,“ segir Harpa. Valið getur reynst sumum erfitt þar sem úrvalið er afar fjölbreytt og mælir hún með að fólk prófi færri vörur en f leiri í einu. „Ef húðin er ekki vön að nota þetta mikla magn af vörum bregst hún oft illa við og hvet ég fólk til að prófa eina vöru í einu,“ segir Harpa. Þegar kólnar er gefið mál að margt sem virkar vel á sumrin virkar ekki á veturna og mælir Harpa með að skipta snyrtivörum út á milli árstíða sem til að mynda veita meiri raka á veturna, sem er ekki eins áríðandi yfir sumartímann. n Vetrarhúðrútína Hörpu Kára Clarins Take the day off olíuhreinsir „Á þessum árstíma færi ég mig yfir í olíuhreinsa eða balm­ hreinsa. Minn uppáhalds núna heitir, Take the day off frá Clini­ que. Ég ber hann á allt andlitið og hann bræðir í rauninni farðann af, svo nota ég heitan þvottapoka til að þrífa andlitið eftir á.“ Bioeffect EGF power cream „EGF power cream frá Bioeffect er í miklu uppáhaldi þessa daga og hentar mér og þessum veður­ breytingum ótrúlega vel án þess að erta húðina. Ég hef verið að nota það krem bæði kvölds og morgna.“ Clarins Beauty Flash Eye Revive augnkrem „Augnkrem frá Clarins, Beauty Flash Eye Revive er mikilvægur partur af minni húðrútínu. Það dregur úr bólgu, þrota og kælir augnsvæðið. Ég átti tvíbura fyrir 15 mánuðum síðan og við erum enn að eiga við mikið svefn­ leysi.“ Að sögn Hörpu færi þetta krem með henni á eyðieyju. Skyn Iceland Nordic Skin Peel ávaxtasýruskífur „Skyn Iceland ávaxtasýruskífur eru mjög góðar til að jafna húðina undir förðun. Ég skrúbba vanda­ málasvæði á kvöldin og set síðan krem eftir það. Ef fólk er ekki vant að nota sýrur og skrúbba þarf að byrja hægt kannski einu sinni til tvisvar í viku.“ Smashbox Photo Finish Smooth & Blur Primer Fólk sem er vant að nota púður getur fundið fyrir þurrki í húðinni við notkunina á veturna að sögn Hörpu og er gott að breyta notkun á förðunarvörum á milli árstíða. „Ég mæli með einni lykilvöru sem dregur úr glansi og því hægt að sleppa að nota púður, það er primer frá Smash­ box, Photofinsih. Primerinn er glær og mattur sem jafnar áferð húðarinnar og fyllir upp í svita­ holur,“ segir hún. Harpa Kára­ dóttir, förð­ unarfræð­ ingur og eigandi Make­Up Studio Hörpu Kára, er tilbúin fyrir kólnandi veður. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Weleda Skin Food Ultra-Rich Cream Harpa hefur notað Weleda Skin Food í mörg ár og segir það algjöra rakabombu. „Formúlan er mjög hrein og náttúruleg og get ég notað það á mig og börnin mín á alla þurrkubletti. Ég nota það þegar húðin þarf extra raka og fitu. Það er einnig hægt að nota það sem rakamaska, bera á í þykku lagi og bíða í 10 til 12 mínútur. Þeir sem eru með feita húð þurfa í þessu tilfelli að fara varlega í sakirnar.“ Bók Meðal hvítra skýja Bókin Meðal hvítra skýja lætur ekki mikið yfir sér en hún geymir skáldskap sem hefur ekki gleymst og mun aldrei gleymast. Hér eru fornar kínverskar vísur frá tímum Tang­keisaraættarinnar sem ríkti frá 618­907. Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðir og skrifar jafnframt inngang og skýringar. Það þarf ekki að lesa lengi í þessari litlu en innihaldsríku bók til að heillast. Skáldskapur sem á yfir­ borðinu virðist einfaldur en býr yfir dýpt og vekur upp alls kyns hugrenningar hjá lesandanum. Bók sem má alls ekki týnast í jóla­ bókaflóðinu. n Allra best Myndlist Carl Boutard Listamaðurinn Carl Boutard sýnir skúlptúra sína í Ásmundarsafni innan um verk Ásmundar Sveins­ sonar. Þarna eru risastórir skúlp­ túrar sem minna á ótal margt í náttúrunni, gerðir úr pappír, keramik, gifsi og frauðplasti. Greinilegt er að verkin slá í gegn hjá gestum sýningarinnar sem hafa verið ósparir á að láta mynda sig hjá þeim. Börnin eru áberandi stórhrifin, list Boutard ratar svo sannarlega til þeirra. Húsið sjálft og umhverfið eru síðan listaverk í sjálfu sér, þannig að heimsókn í safnið skilur mikið eftir sig. Sýning sem eindregið er mælt með. n 24 Lífið 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.