Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 12
Verstappen varð á sínum tíma yngsti öku- þór Formúlunnar frá upphafi þegar hann keppti sautján ára gamall í Ástralíu. 12 Íþróttir 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR Baráttan um heimsmeistara- titil ökumanna í Formúlu 1 er í algleymingi. Fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og aðeins nítján stig skilja að Max Verstappen, ökumann Red Bull Racing, og sjöfaldan heimsmeistara, Sir Lewis Hamilton, ökumann Merce- des. aron@frettabladid.is FORMÚLA 1 Max Verstappen, öku- þór Red Bull Racing, er með for- ystuna í keppninni um heims- meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 þegar fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu. Með sigri um helgina gæti hann unnið sér inn gott and- rými frá pressunni, sem fylgir því að leiða stigakeppni ökumanna. „Verstappen er með tak á þessu akkúrat núna og Hamilton verður að ná að gera eitthvað í stöðunni í Brasilíu. Ef Verstappen vinnur í Brasilíu er hann með að minnsta kosti 26 stiga forystu á Hamilton. Það þýðir að Verstappen hefur efni á því að detta út í einni keppni án þess að eiga hættu á að missa efsta sætið í stigakeppni ökumanna,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, umsjónarmaður Formúlunnar á Viaplay, í samtali við Fréttablaðið. „Það sem Hamilton vantar núna er sigur í Brasilíu og síðan þarf hann að byggja ofan á það. Ég tel að Brasilía gæti orðið mikilvægasta keppni tímabilsins,“ segir Kristján Einar. Hann telur Mercedes eiga séns á sigri um helgina. „Þeir hjá Mercedes eru búnir að vera að finna hraða sem gefur þeim góða von um að geta barist við Red Bull.“ Spennandi sprettkeppni Mat margra Formúlu 1 áhuga- manna er að ekki sé á spennuna bætandi um þessar mundir, en forráðamenn Formúlu 1 eru ósam- mála. Um helgina mun, líkt og á tveimur öðrum keppnishelgum fyrr á tímabilinu, fara fram sprett- keppni. „Í hinum tveimur keppnum tímabilsins þar sem hefur verið sprettkeppni hafa Hamilton og Verstappen lent saman. Brautin í Brasilíu býður upp á mikla baráttu milli bíla þannig að við gætum fengið algjört einvígi þeirra á milli.“ Brautin sem keppt verður á um helgina er einnig sú braut sem Max Verstappen og Lewis Hamilton ættu að þekkja best, en fjórar keppnir eru eftir. Brasilía núna og tvær keppnir í Katar og Sádí-Arabíu sem eru mikið spurningarmerki að mati Kristjáns. „Það hefur aldrei verið keppt á þeim brautum áður í Formúlu 1. Síðan er lokakeppnin í Abú Dabí og þar hafa verið gerðar breytingar á brautinni.“ Það er ljóst að spennustigið verður hátt um helgina en um er að ræða íþróttaviðburð sem fáir sem elska góða spennu í íþróttum ættu að missa af. „Þetta er sögufræg braut þarna í Brasilíu. Það hafa verið svo margar goðsagnakenndar keppnir þarna. Þetta verður risastór keppni og hún gæti verið sú mikilvægasta á tímabilinu fyrir Lewis Hamilton en einnig fyrir Max Verstappen. Þarna getur hann komið sér í rosalega góða stöðu á toppnum,“ segir Krist- ján Einar Kristjánsson, umsjónar- maður Formúlu 1 á Viaplay og hlað- varpsþáttarins Pitturinn sem er á öllum helstu hlaðvarpsveitum. n ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR Lewis Hamilton þarf að bíta frá sér sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Stjórn KSÍ hefur gengið frá samningi við Vöndu Sigurgeirs- dóttur, formann sambandsins, um kaup og kjör. Þetta fékk Fréttablaðið staðfest í skriflegu svari. Vanda tók við starfinu til bráðabirgða í síðasta mánuði. Er hún með umboð fram í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram. Vanda ætlar að sækjast eftir endurkjöri og verður formaður sam- bandsins þá kosinn til tveggja ára. „Laun formanns eru birt með upp- gjöri ársreiknings á ársþingi KSÍ. Laun Vöndu eru þau sömu og forvera hennar í starfi,“ segir Ómar Smára- son, starfsmaður KSÍ, í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Guðni Bergsson, forveri Vöndu, var með 1.283.000 krónur á mánuði og auk þess naut hann bifreiða- hlunninda að hámarki 150.000 krónur á mánuði. Vanda fær sama pakka og hefur skrifað undir samn- ing þess efnis. Guðni sagði upp störfum í lok ágúst þegar sambandið var sakað um að hylma yfir meint kynferðis- brot landsliðsmanna. Málið varð til þess að Guðni og stjórnin sagði starfi sínu lausu, en Vanda er fyrsta konan sem stýrir þessu stóra sambandi. Vanda hefur mikla reynslu úr fót- boltanum bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Á komandi árs- þingi í febrúar má búast við því að hörð kosningabarátta eigi sér stað. Fleiri munu sækjast eftir starfinu, sem er valdamikil staða í stærsta sérsambandinu í íslensku íþrótta- hreyfingunni. n Vanda þénar vel yfir milljón á mánuði hjá KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir fær sama samning og Guðni Bergsson frá- farandi formaður KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Valur staðfesti í gær að félagið hefði komist að samkomu- lagi við Hannes Þór Halldórsson um starfslok landsliðsmarkmanns- ins fyrrverandi, sem átti eitt ár eftir af samningi sínum. Yfirlýsing Vals á Twitter vakti athygli þar sem það var fullyrt að Hannes hefði verið rekinn, en henni var eytt f ljótlega og Valur baðst afsökunar stuttu síðar. Hannes og Valur hafa átt í við- ræðum síðustu daga um starfs- lok hans, eftir að félagið samdi á dögunum við markmanninn Guy Smit sem hefur leikið með Leikni undanfarin ár. Hannes hefur verið einn besti markmaður efstu deildar undanfarin ár og er einn besti markmaður Íslands frá upphafi, eftir að hafa verið í lykilhlutverki í landsliðinu undanfarinn áratug. Hannes virðist sjálfur vera óviss um framhaldið, hvort ferlinum sé einfaldlega lokið, en hann sagðist í samtali við vefmiðilinn 433.is vera að skoða málin. „Það á eftir að koma í ljós hvað ég geri, ég þarf að skoða hvaða kostir verða í stöðunni. Ég þarf að melta stöðuna og tek næstu vikurnar í það. Ég ætla að sjá hvernig landið liggur og hvernig hausinn á mér er varðandi það að halda áfram.“ n Erfiður skilnaður Hannesar og Vals Hannes Halldórsson er farinn frá Hlíðarenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þeir Max Verstappen og Lewis Hamilton berjast um titilinn í Formúlunni. Sannkallað Formúluæði er að grípa um sig hér á landi eftir að þættir um íþróttina voru gerðir á Netflix. Kristján Einar, umsjónarmaður Formúlu 1 á Viaplay, býst við að keppnin í Brasilíu verði sú mikilvægasta til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Öflug spilamennska íslenska k vennalandsliðsins á báðum endum vallarins dugði ekki til í sex stiga tapi gegn Rúmeníu í gær. Ísland leiddi fyrir lokaleikhlut- ann en missti leikinn úr höndunum á lokamínútu leiksins. Þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2023 og í fjarveru lykilmanna þurftu aðrir að stíga upp. Sara Rún Hinriksdóttir bar af í liði Íslands í gær með tvö- falda tvennu, sautján stig og ellefu fráköst. n Naumt tap gegn Rúmeníu ytra Brautin í Brasilíu býður upp á mikla baráttu milli bíla þannig að við gætum fengið algjört einvígi þeirra á milli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.