Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fólk á rétt á að endur- heimta frelsi sitt að fullu. Salan á Mílu ehf. er stórmál sem varðar íslenskan almenning og öryggi þjóðar- innar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Mannréttindi fólks hafa í langan tíma verið takmörkuð vegna Covid-faraldursins. Það væri hættulegt að taka því sem sjálf- sögðum hlut. Við búum við óeðlilegt ástand og verðum að muna að svo er, en ekki sætta okkur þegjandi við það og hætta að spyrja um nauðsyn og tilgang allra þeirra hafta sem við höfum þurft að búa við. Forsvarsmenn sóttvarna hér á landi eiga ekki að bregðast illa við gagnrýni eða spurn- ingum sem þeim þykir óþægilegt að svara. Þeir sem spyrja erfiðra spurninga gera það vegna þess að þeir vita að brýnt er að vakta frelsi og mannréttindi á tímum þar sem hætta er á að stjórnvöld taki sér of mikið vald, með þeim afleiðingum að fólk endurheimti aldrei að fullu það sem tekið var af því. Covid má ekki stuðla að þessu. Endalaust má deila um það hversu miklar og harðar sóttvarnir eiga að vera en eitt á að vera öllum ljóst og það er að fólk á rétt á að endurheimta frelsi sitt að fullu. Stjórnmálamenn eiga að leggja áherslu á þetta og það eiga sóttvarnayfirvöld sömuleiðis að gera, en ekki skammast út í þá sem eru gagn- rýnir á aðgerðir. Á dögunum, þegar tilkynnt var í enn eitt skiptið um hertar aðgerðir vegna Covid, sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að ekki væri í boði að hengja haus og vera fúll. Þessi orð lýsa ekki sérlega mikilli nærgætni í garð þeirra sem verða fyrir verulegu fjárhagstjóni, atvinnumissi eða þjást af vanlíðan vegna harðra Covid-aðgerða. Þessar aðgerðir bitna á fólki og reynast mörgum afar þungar og erfiðar. Það er lítilsvirðing að tala um fýluköst í því sambandi. Covid-höftin hafa mismunandi áhrif á fólk. Þeir sem búa við fjárhagslegt öryggi og eru þar að auki lítt félagslyndir una sér alveg ágæt- lega heima hjá sér. Hið sama verður ekki sagt um fólk sem sækir í félagsskap utan heimilis og vill vera í margmenni. Á sama tíma verður fólk sem er í eðli sínu kvíðafullt enn kvíðnara. Mörg ungmenni viðurkenna að ástandið hafi slæm áhrif á andlega líðan þeirra. Einhver þeirra gætu þurft langan tíma til að ná and- legu jafnvægi á ný. Furðulega lítið er lagt upp úr því að róa fólk, frekar er verið að auka kvíða þess með alls kyns viðvörunum, sem iðulega eru mjög mót- sagnakenndar. Kannski þykir henta að fólk sé hrætt, það er þá ekki að spyrja óþægilegra spurninga eða efast um mikilvægi aðgerða. Það blasir hins vegar við að sóttvarnaaðgerðir leysa ekki allan vanda heldur skapa ný vandamál. n Vandamál Það var aðfaranótt 13. júní, fyrir fimm mánuðum síðan, sem fundum Alþingis var frestað. Frá kosn- ingum eru liðnar sjö vikur og ekkert bólar á stjórnar- sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Reyndar sætir það furðu hversu langan tíma sú vinna hefur tekið. Þetta eru jú sömu flokkar sem samþykktu í júní sl. stefnu fyrir öll málasvið ríkisins og fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Og gengu samstíga til kosninga. Á meðan vinna þingmenn allra flokka við að skoða kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi þar sem ásýnd lýðræðisins hefur beðið hnekki, heimsfaraldurinn nær hæstu hæðum með tilheyrandi afleiðingum og stefnt er að sölu eins af mikilvægustu innviðum landsins til erlendra fjárfesta. Salan á Mílu ehf. er stórmál sem varðar íslenskan almenning og öryggi þjóðarinnar. Míla á stærsta hlut- inn í stofnljósleiðara landsins á móti NATO og Míla sér um rekstur og viðhald allra þráðanna í strengnum. Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjar- skiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símakerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi lands- ins og almennrar internettengingar landsmanna. Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri segir að ef erlend fjárfesting ógni öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu, enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Samningurinn var gerður 23. október síðastliðinn. Því er hægt að stöðva söluna fyrir 17. desember. Það væru stórkostleg mistök að ganga frá sölunni á Mílu án þess að stjórnvöld setji skýr skilyrði og Alþingi telji tryggt að þjóðaröryggis sé gætt. Við Íslendingar höfum verið stolt af sjálfstæði okkar, af lýðveldinu og þingræðinu. En nú er staðan sú að Alþingi fær ekki að koma saman til að fjalla um mikil- væg mál sem varðar ásýnd lýðræðisins, heimsfaraldur eða öryggi þjóðarinnar, vegna þess að fráfarandi ríkisstjórn dregur lappirnar við að koma saman stjórnarsáttmála og kosningu til Alþingis var klúðrað í NV-kjördæmi. Eftir hverju er verið að bíða? n Lýðræðið og þjóðaröryggi Oddný G. Harðardóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar benediktboas@frettabladid.is Atkvæðasetrið Langt er um liðið frá því Land- námssetrið í Borgarnesi sló í gegn í hugum og hjörtum ferða- manna. Nú er í bígerð að gera Lata- bæjarsafn í Borgarnesi, sem efalítið mun trekkja túristana enn frekar í plássið. Magnús Scheving sjálfur hefur puttana í því og mun það allt verða hið glæsilegasta. Og ef allt er þegar þrennt er þá er auðvitað upplagt að fara að leggja drög að Atkvæða- setrinu í bænum, safni um ein- hverja raunalegustu talningu í alþingiskosningum á Íslandi, en hver vill ekki fá að láta loka sig inni í fangaklefanum, sjá seðlana, handleika þá og fá að endurtelja sjálfur, svindla kannski smávegis og stinga C- seðli í D-bunkann. Myndi þetta ekki heita gagnvirk sýning? Tími Ögmundar Tími Ögmundar er kominn – og má ekki seinna vera. Það tók Jónasson ekki nema fjögur ár að átta sig á því að Sjálfstæðis- f lokkur og Vinstri græn eiga ekki heima í sömu stjórninni – og megi fyrir vikið heita svik við kjósendur beggja f lokka. Sjaldan hefur reynslubolti í stjórnmálageiranum gefið sér jafn langan tíma í eina og sömu ályktunina, en vel ígrunduð hlýtur hún alltént að vera. n mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.