Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 8
STÓRVIRKI UM BÍLA Hér fjallar Örn Sigurðsson um bíla og allt sem þeim tengist í ríku lega myndskreyttu verki. Ómissandi fyrir allt bílaáhugafólk! LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Félögum sem höfðu aðstöðu í gamla sláturhúsinu í Brák- arey hefur verið gert að tæma hús- næðið fyrir 16. janúar. Borgarbyggð ákvað að loka húsinu í febrúar eftir bruna úttekt og viðhaldsskýrslu sem sýndi fram á 600 milljóna kostnað. „Þetta er hrikalegt,“ segir Þórður Sigurðsson formaður Skotfélagsins. Einnig höfðu aðstöðu í húsinu Golf- klúbburinn, Fornbílafélagið, Bif- hjólafélagið og Pútthópurinn, sem í október sendu áskorun á sveitar- stjórn að opna það aftur. „Okkur hefur ekki verið boðið eitt eða neitt en bæjarstjórn skreytir sig með því að okkur hafi verið boðið að sækja um útisvæði,“ segir Þórður. Umrætt svæði er við Ölduhrygg, svæði sem félaginu var synjað um árið 2015. Þegar skotfélagið var stofnað, árið 2012, var því boðin aðstaðan í Brák- arey og gerðu félagsmenn upp hús- næði sitt að innan. „Við settum upp veggi, steyptum í gólf og réttum þau af, settum í loftin, máluðum, settum upp hurðir, pípulagnir, smíðuðum stálvirki á veggina og flóttaramp,“ segir Þórður. Fleiri þúsund vinnu- stundir félagsmanna, sem margir hverjir eru iðnaðarmenn, hafi farið í verkið og margir hafi keypt efni út á sinn reikning. „Við viljum að húsið verði lagað og það kostar engar 600 milljónir,“ segir Þórður. Hvað Skotfélagið varð- ar þarf að laga þakið, kostnaður var áætlaður um 50 milljónir, og hafi félagsmenn boðist til að gefa vinnu sína ef sveitarstjórn skaffaði járnið. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri segir ákvörðun um framtíð hússins verða tekna fyrir lok kjör- tímabilsins. Hluti hússins verði þó rifinn. „Þetta er stórt verkefni sem yrði aldrei gert án mikillar fjárhags- legrar aðkomu sveitarfélagsins,“ segir Þórdís. Varðandi mikla vinnu og fjármagn sem Skotfélagið hafi lagt í húsið, segir hún að flestir í hús- næðinu hafi verið með samning til eins árs í senn. Í þeim komi fram að allt sem framkvæmt er verði eign sveitarfélagsins. „Við höfum boðið Skotfélaginu að sækja um starfsleyfi á útisvæði sem búið er að taka út, út frá hljóð- vörnum. Við stefnum einnig á upp- byggingu íþróttamannvirkis og höfum rætt um það hvort þar gæti verið aðstaða fyrir Skotfélagið,“ segir Þórdís. Hvað það mannvirki varðar er enn þá verið að gera rann- sóknir á jarðvegi. n Gert að tæma húsið í Brákaraey fyrir miðjan janúar Félagsmenn hafa eytt þúsundum vinnustunda í húsið. MYND/VIÐHALDSSKÝRSLA Brúin, verkefni á vegum Hafnarfjarðar, var á dög- unum tilnefnt til alþjóðlegra hvatningarverðlauna UNICEF. Samtökunum var í kjölfarið tilkynnt að til rannsóknar hjá lögreglunni væri mál tengt innilokun barns í bæjarfélag- inu. Hafnarfjarðarbær frétti fyrst af kærunni í gær. lovisa@frettabladid.is SKÓLAMÁL Kennari og þrír starfs- menn grunnskóla, sem kærðir hafa verið til lögreglu vegna innilokunar barns, starfa við skóla í Hafnarfirði. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í byrjun mánaðarins en ekki í hvaða sveitarfélagi sá grunnskóli sem um ræðir er. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar- bæjar hafði ekki heyrt um málið þegar Fréttablaðið leitaði svara og kvaðst þurfa að leita viðbragða hjá sviðsstjórum og lögfræðingum sveitarfélagsins. „Sveitarfélagið fékk fyrst upplýsingar um kæru til lög- reglu í dag. Málið er því í rannsókn á þeim vettvangi og tjáir sveitarfélagið sig ekki um það frekar á þessu stigi,“ segir í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Verkefni á vegum Hafnarfjarðar var á dögunum tilnefnt til hvatn- ingarverðlauna í alþjóðlegri keppni á vegum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en UNICEF, á alþjóðavísu, hefur nú verið tilkynnt um kærurnar. Verkefnið sem var tilnefnt kallast Brúin og tekur þátt í keppninni í flokki um barnvæna félagsþjónustu samkvæmt vef Hafnarfjarðarbæjar, en tilgangur verkefnisins er að sam- þætta þjónustu bæjarins og ef la stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að hún viti ekki hvort þessar upplýsingar hafi áhrif á verðlauna- afhendinguna en að UNICEF erlend- is hafi verið tilkynnt um kærurnar. Málið sé í skoðun hjá samtök- unum og Hafnarfjarðarbæ hafi verið tilkynnt um það. „Við fáum að vita að málið snerti Hafnarfjarðarbæ þegar tilkynnt er um tilnefning- arnar. „Við erum í samtali við bæði aðstandendur keppninnar, sem er UNICEF úti í heimi, og við Hafnar- fjarðarbæ og erum í góðu samtali við báða aðila,“ segir Birna Hún vill taka fram að þrátt fyrir þetta styðji UNICEF heilshugar við verkefnið sem er tilnefnt. „UNICEF á Íslandi styður heilshug- ar markmið Brúarinnar, en það er verklagið þar sem er tilnefnt til verð- launanna, vegna þess að það snýr að því að brjóta kerfi út úr sílóum í þágu hagsmuna barnsins.“ Birna segir að Hafnarfjörður sé að vinna sig í áttina að því að verða barnvænt sveitarfélag. „Þetta er viljayfirlýsing, að fara í þetta verkefni með okkur, og þá ertu að segja að þú viljir vinna að réttindum barna í sveitarfélaginu og þú útskrifast ekki sama dag og þú skrifar undir viljayfirlýsinguna,“ segir Birna. UNICEF líti svo á að ef og þegar mál komi upp, skipti mestu að dreginn sé uppbyggilegur lærdómur af þeim og tryggt að þau endurtaki sig ekki. „Í þessu ákveðna tilviki eru rétt- indi barnsins þverbrotin og þarna hefði réttindafræðsla sannarlega komið að gagni. Við teljum jákvætt að vera í samstarfi við Hafnarfjarð- arbæ í því að breyta og bæta starfs- hætti hjá bænum svo að bæði allt starfsfólk sem starfar með börnum fái fræðslu og að ákvarðanir sem varða börn séu alltaf teknar með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Birna. Aðspurð segir hún að sveitar- félagið hafi ekki tilkynnt UNICEF á Íslandi um kæruna og segist ekki geta lagt mat á hvort það hefði átt að gera það. „Ég held að þetta undirstriki svo ekki verði um villst mikilvægi akk- úrat þeirrar vinnu sem við erum í. Þú getur varla fengið skýrara dæmi um mikilvægi þess að fólk sem vinnur með börnum fái fræðslu um þeirra réttindi,“ segir Birna um áhrif máls- ins á tilnefninguna og bætir við: „Verkefnið Barnvæn sveitarfélög gefur okkur frábært tækifæri til að vinna með Hafnarfjarðarbæ á upp- byggilegan hátt að réttindum barna.“ Birna játar því að innilokanir barna og valdbeiting gegn þeim, sem fjallað hafi verið um nýverið, hafi verið rædd á skrifstofu UNICEF. „Þetta eru auðvitað sorgleg dæmi um réttindabrot á börnum sem við viljum ekki sjá. En tvíeflir okkur í vinnunni sem við erum í með fjölda sveitarfélaga og skóla, því við erum líka með verkefnið Réttindaskólar, sem snýst um að innleiða Barnasátt- málann í starfshætti skóla.“ n UNICEF fékk tilkynningu inn á borð sitt um kærur gegn starfsfólki skóla í Hafnarfirði Hafnarfjarðar­ bær skrifaði undir samning um innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Þá sagðist bærinn ætla að setja upp barnaréttinda­ gleraugun. MYND/HAFNAR- FJARÐARBÆR Þetta eru auðvitað sorgleg dæmi um réttindabrot á börnum sem við viljum ekki sjá. Birna Þórarins­ dóttir, fram­ kvæmdastjóri UNICEF 8 Fréttir 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.