Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 6
 thk@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Már Kristjáns- son, yfirlæknir á smitsjúkdóma- deild Landspítalans, segir húsakost Landspítalans óboðlegan. Húsnæði aðalgöngudeildar smitsjúkdóma- deildarinnar sé meira að segja ekki múshelt. „Við höfum lengi verið með spítalann í yfirkeyrslu, um og yfir hundrað prósenta rúma nýtingu, en við höfum verið með of fátt heil- brigðisstarfsfólk,“ sagði Már á Frétta- vaktinni á Hringbraut í gærkvöldi og bætti við að of fátt starfsfólk drægi úr getu spítalans til að sinna öðrum og mikilvægum störfum. Í þeirri stöðu sem uppi er ræður Landspítalinn einfaldlega ekki við farsótt eins Covid. „Við erum búin að þrauka í 22 mánuði með skerð- ingu á starfsemi og það er ekkert í kortunum annað en að það verði svona áfram, nema eitthvað mjög drastískt verði gert í samfélaginu,“ benti Már á. Starfsmenn Landspítalans eru afar stoltir af stofnuninni, sagði Már. Hins vegar þurfi mikið að breytast. „Við erum í stöðugri samkeppni um fólk, að fá fólk að utan úr námi. Við þurfum að skapa ungu fólki gott vinnuumhverfi og vera sam- keppnishæf því sem gerist erlendis.“ Byggingar spítalans, sem margar hverjar voru byggðar um miðja síð- ustu öld, sagði Már að væru ósveigj- anlegar og mættu ekki á nokkurn hátt þörfum nútímans. „Birkiborg er ónýtilegt húsnæði. Þar hefur samt verið haldið uppi aðalgöngudeild- inni okkar,“ sagði Már og bætti við að húsið væri ekki múshelt. „Þetta er ekki mönnum bjóðandi.“ Nýr Landspítali er í byggingu en Már sagði of langt í að smitsjúk- dómadeildin gæti f lutt starfsemi sína þangað. „Við í framkvæmda- stjórninni erum að horfa til átta til tíu ára þangað til við erum flutt þangað inn. Það er kannski ára- tugur. Þetta er of dýrkeypt fyrir okkur,“ sagði Már enn fremur, en Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut klukkan 18.30. n Már Kristjánsson, yfirlæknir á smit- sjúkdómadeild Landspítalans HAFNARFJÖRÐUR Hjallahraun 4 NJARÐVÍK Fitjabraut 12 KÓPAVOGUR Smiðjuvegur 34 REYKJAVÍK Skútuvogur 2 ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ NEGLA TÍMANN FR ÁBÆR VER Ð Á DE K K J UM Eftirlitsstofnun EFTA sendi stjórnvöldum rökstutt álit í vikunni vegna brota á EES- samningnum með takmörk- unum á úthlutun leigubíla- leyfa. Samgönguráðherra segir álitið setja leigubíla- frumvarpið í forgang á nýju þingi, sem gæti opnað fyrir farveitur á Íslandi. mhj@frettabladid.is SAMGÖNGUR Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við áliti eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna brota á EES-reglum um stað- festurétt á leigubifreiðamarkaði, annars vísar ESA málinu til EFTA- dómstólsins. Álitið er skref í meðferð samn- ingsbrotamáls, en ESA hefur áður komist að sambærilegri niður- stöðu. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir álitið gera leigubílafrum- varpið svokallaða að forgangsmáli á nýju þingi, en frumvarpið var sett á ís síðasta haust vegna mikilvæg- ari forgangsmála. Ef frumvarpið verður samþykkt getur það greitt leið farveitna á borð við Uber og Lyft inn á íslenskan markað. Að mati ESA takmarkar núver- andi löggjöf um leigubifreiðar úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigu- bifreiðaakstur á ákveðnum svæð- um, sem gerir nýjum rekstrarað- ilum erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn á markaðinn. „Í lögunum er sömuleiðis gert ráð fyrir að leigubílstjórar innan skil- greindra svæða séu tengdir leigu- bifreiðastöð og hafi leigubílaakstur að aðalstarfi. Slík takmörkun á staðfesturétti, sem jafnvel útilokar aðkomu nýrra aðila á markaðinn, dregur úr samkeppni og takmarkar nýsköpun sem leiðir til hærra verðs fyrir neytendur,“ segir í áliti ESA. Sigurður Ingi segir að frum- varpið, sem var unnið eftir skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun á íslensku regluverki um leigubif- reiðar og lá í þinginu allan síðasta vetur, svari f lestum ávirðingum ESA. „Þetta frumvarp er til, það er á þingmálaskrá og verður lagt fram að nýju. Það svarar f lestum af þessum ávirðingum ESA,“ segir Sigurður. Spurður hvort það frum- varp greiði ekki leið fyrir farveitur á borð við Uber og Lyft hér heima, segir Sigurður það mögulegt. „Það getur opnað fyrir það ef þeir uppfylla þær kröfur sem settar eru í frumvarpinu,“ segir Sigurður og bætir við að staða farveitna í Evr- ópu hafi breyst frá því að frum- varpið var samið. „Í millitíðinni hefur það gerst að Uber hefur verið f lokkað af Evrópuregluverkinu sem f lutningafyrirtæki, en ekki deili- hagkerfi. Sem þýðir að þeir þurfa bara að uppfylla sömu kröfur og aðrir. Ef þeir gera það, þá geta þeir verið með starfsemi á Íslandi.“ Spurður hvort það sé meirihluti fyrir frumvarpinu á þingi, segir Sigurður að það hafi verið skiptar skoðanir um það þegar það var til umfjöllunar síðast. „En ég held að langstærsti hópur- inn hafi talið það eðlilegt að verða við þessum grundvallarbreyting- um svo við værum til að mynda ekki að fara að lenda í því að þurfa að verjast fyrir dómstólum,“ segir Sigurður. n Litið til álits eftirlitsstofnunar EFTA við útfærslu á leigubílafrumvarpinu ESA segir lögin gera nýjum rekstraraðilum nær ómögulegt að komast inn á markaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILLHELM Covid-göngudeildin í Birkiborg er ekki músheld kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Verð hlutamiða hjá Happdrætti Háskóla Íslands verður hækkað í 1.800 krónur, samkvæmt nýjum drögum dómsmálaráðherra. Miðinn hefur kostað 1.600 krónur síðan árið 2018. Verðbreytingar hafa verið örar á undanförnum áratug. Árið 2010 kostaði miðinn 1.100 krónur og var hækkaður í 1.300 árið 2012 og 1.500 krónur árið 2015. Gerir þetta hækkun um meira en 60 prósent. Til samanburðar hækkaði miðinn aðeins um 300 krónur áratuginn þar á undan, úr 800 krónum í 1.100. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Happdrættis Háskóla Íslands, frá árinu 2019, var hagnaður félagsins rúmir 1,6 milljarðar króna, sem var aukning um 24 prósent frá árinu áður. n Veruleg hækkun á miðaverði hjá HÍ Miðinn mun kosta 1.800 krónur í stað 1.600. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK birnadrofn@frettabladi.is COVID-19 Þau sem hafa fengið Covid- 19 og tvo skammta af bóluefni þurfa ekki að fara í örvunarskammt, sam- kvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). „Við teljum upp að þremur. Þann- ig að ef þú hefur fengið tvo skammta af bóluefni og Covid þá ertu komin upp í þrjá. Við leggjum það að jöfnu að sýking sé eins og einn skammtur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Ragnheiður segir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort bólusett börn skuli fá örvunar- skammt. „Við gerum ráð fyrir því en það er þá ekki fyrr en eftir áramót þar sem bólusetning tólf til fimmtán ára hófst ekki fyrr en í ágúst.“ Aðspurð segir Ragnheiður að þau börn sem fædd eru 2009 en hafi ekki verið orðin tólf ára þegar þeirra árgangur var bólusettur hafi skilað sér vel í bólusetningu. n Óvíst hvort börn fái aukaskammt Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitar- stjórnaráðherra 6 Fréttir 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.