Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 11
Nú líður að jólum og þá er sérstak- lega mikilvægt að huga að eldvörn- um heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilis- fólks til að hampa fallegri hönnun? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það verald- legir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagur- kerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífsstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönn- unarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, það er valfrelsi í útliti slökkvi- tækis. Á heimasíðu tryggingafélags- ins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er meðal annars þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir her- ferð sem fól í sér að koma slökkvi- tæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa margsannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki 1 skulu þau að lágmarki uppfylla stað- alinn ÍST EN 32 og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur til dæmis til útlits og merkinga slökkvitækja, má finna í leiðbeiningablaði 3, sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis- og mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýs- ing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 samkvæmt litakóða RAL- 841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota, því fyrirtæki og stofn- anir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, til dæmis frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitr- Tísku-slökkvitæki? Anna Málfríður Jónsdóttir brunaverkfræð- ingur M.Sc. hjá Lotu verkfræði- stofu uðum reyk á aðeins nokkrum sek- úndum. Rétt staðsett slökkvitæki, til dæmis við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þar af leiðandi skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir, en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir, en gangi jafnvel fram hjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla ekki inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. n Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa margsannað ágæti sitt við að bjarga manns- lífum og eigum fólks. SKANNAÐU QR KÓÐANN OG TAKTU PRÓFIÐ FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.