Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 4
helenaros@frettabladid.is NEYTENDAMÁL Umræða um verð- hækkanir og verðbólguspár getur ýtt upp verðbólguvæntingum og haft áhrif á verðákvarðanir fyrir- tækja, segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Hafa þurfi í huga að hækkun á hrávöruverði leiði ekki sjálfkrafa til verðhækkana. Helstu drifkraftar verðbólgunnar þessa dagana eru húsnæðisverð, þá sérstaklega húsa- leiga, og hækkun bensínverðs. Árshækkun húsnæðiskostnaðar mælist 9,6 prósent og bensínverð hafi hækkað um 20 prósent á einu ári en í sumum tilfellum hafi verðið lækkað. „Taka skal fram að þessir vöruflokkar hafa þó hækkað tölu- vert í verði frá því að faraldurinn fór af stað,“ segir hún. Ýmis þjónusta, einkum þjónusta tengd ferðaþjónustunni, hafi hækk- að nokkuð í verði á þessu ári. Hluti hækkana sé því tilkominn vegna þess að atvinnulífið sé að fara aftur af stað, að sögn Auðar Ölfu. „Ferðir og flutningar og flugfar- gjöld eru þeir þjónustuliðir sem hafa hækkað hvað mest í verði á árinu.“ Auður segir ekki víst hvort ein- hver hópur finni meira fyrir hækk- uninni. Það fari eftir því hvað sé að hækka og hvernig neyslan sé. „Allar verðhækkanir rýra kjör almennings og éta upp launahækk- anir, en verðhækkanir á nauðsynja- vöru eins og matvöru koma verr niður á tekjulægri hópum.“ Á næsta ári munu fjölmargir kjarasamningar renna út og segir Auður að verðlagsþróun hafi áhrif á gerð samninga þar sem verðbólga hafi áhrif á kjör almennings. „Launakjör skipta máli, en það sem skiptir á endanum máli er hversu mikið fæst fyrir launin.“ n Sprenging hefur orðið í tíðni alvarlegra slysa á rafhlaupa- hjólum. Samgöngustofa lýsir þungum áhyggjum af kom- andi vetri. bth@frettabladid.is UMFERÐARMÁL „Það er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af rafhlaupa- hjólum, hvernig við notum þau,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslu- deildar hjá Samgöngustofu. „Við erum að sjá á okkar skrán- ing u, sem byg gir á lögreglu- skýrslum, að þrjátíu hafa slasast alvarlega á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Á sama tíma í fyrra voru þeir þrír,“ bætir Gunnar við. Skilgreining á alvarlega slös- uðum er frá beinbroti upp í lífs- hættuleg meiðsli. Þegar hálkan bætist við verða rafhlaupahjól enn hættulegri. „Ég hef mik lar áhyggjur af komandi vetri miðað við þá slysa- sprengingu sem hefur orðið milli ára,“ segir Gunnar. Fyrsta banaslys vegfaranda á rafhlaupahjóli varð í vikunni. Um ástæður slyssins liggur fátt fyrir en aukningin í notkun rafhlaupa- hjóla hefur nánast valdið byltingu í samgönguvenjum þjóðarinnar í þéttbýli. Lítil dekk eru undir hjólunum. Erfitt er að bera fyrir sig hendur ef eitthvað kemur upp. Ýmsir eigin- leikar fylgja þessari tegund farar- tækja sem gera þau óskynsamleg í hálku, samkvæmt sérfræðingum Samgöngustofu. „Ég myndi segja að þessari menn- ingu væri töluvert ábótavant,“ segir Gunnar. „Þessi hjól eru mjög góð og gagnleg til síns brúks ef þau eru notuð rétt, en það eru þættir sem við misnotum við umferð þeirra.“ Gunnar segir að einkum þrenns konar úrbætur þurfi að  verða á umferðarmenningu Íslendinga. Í fyrsta lagi verði að koma í veg fyrir að fólki finnist í lagi að ferðast ölvað á raf hlaupahjólum. Marg- sannað sé að erfiðara sé að ráða við hjólin á djamminu en til dæmis reiðhjól. Í öðru lagi þurfi vakningu meðal foreldra. Allt of mörg ung börn séu á hjólunum hjálmlaus og reiði aðra krakka, þau hafi ekki fengið fræðslu um notkun hjólanna, þekki ekki umferðarmerki og skilji illa hætturnar í umferðinni. Í þriðja lagi séu dæmi um að hlaupahjól fari hraðar en leyfi- legt sé, það er á 25 km hraða. Raf- hlaupahjól séu ólögleg ef þau fari yfir það og leita þurfi skýringa þess að sum hjól komist yfir þann hraða. Auk alvarlegra slysa sem tengjast rafhlaupahjólum hafa læknar lýst áhyggjum af mörgum minni háttar áverkum, oft um helgar. Þekkt er að margir ökumenn hjólanna hafa brotið  tennur eftir árekstra eða byltur. Tannlæknirinn Karl Gunnlaugs- son sagði í Fréttablaðinu fyrir skemmstu að slys væru algengust hjá ungu fólki á tvítugs- og þrí- tugsaldri.  Í langf lestum tilvikum mætti tengja þau við áfengisdrykkju um helgar en f lest útköllin berist snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum.  Sorglegt sé að horfa upp á ungt fólk með heilbrigðar tennur lenda í ýmsum óhöppum. n Launakjör skipta máli, en það sem skiptir á endanum máli er hversu mikið fæst fyrir laun- in. Auður Alfa Ólafsdóttir Við erum að sjá á okkar skráningu, sem byggir á lögreglu- skýrslum, að þrjátíu hafa slasast alvarlega á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri hjá Samgöngustofu Alvarleg slys á hlaupahjólum tífaldast Samgöngustofa lýsir áhyggjum af umferð raf- hlaupahjóla á komandi mán- uðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 „Það er rosalegt álag á öllum heilsugæslum og læknavakt- inni. Það eru margar pestir í gangi í samfélaginu og mikið af veikum börnum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Hún biðlar til fólks að sýna bið- lund og ekki koma á heilsugæslu- stöðvar að óþörfu. „Við biðjum fólk að rjúka ekki til og láta hlusta börnin eða skoða þau nema þau séu búin að vera veik lengi eða hafi alvarleg einkenni. Heldur vera heima með börnin í róleg- heitum og hlúa að þeim.“ Hún segir álag á heilbrigðiskerfið ekki einungis bitna á Landspítalan- um, allt heilbrigðiskerfið sé undir- lagt af Covid. „Við finnum það greinilega að umræðan um Covid hefur haft þau áhrif að fólki finnist það frekar þurfa að koma og láta skoða sig og það virðist vera mikill heilsukvíði í samfélaginu.“ n Mikið álag víða á heilsugæslum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir birnadrofn@frettabladid.is TRÚFÉLÖG Einstak lingum sem skráðir voru í trúfélag Zúista fækk- aði um 260 frá því í desember í fyrra þar til þann 1. nóvember síðastliðinn. Á sama tíma fjölgaði meðlimum mest í Siðmennt, eða um 471, og í Ásatrúarfélaginu um 337 meðlimi. Alls voru um 229 þúsund ein- staklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. nóvember. Hefur skráðum meðlimum þar fækkað um 231 á rúmu ári. Þjóðkirkjan er langfjölmenn- asta trúfélag landsins en því næst er Kaþólska kirkjan með tæplega 15 þúsund skráða meðlimi og Frí- kirkjan í Reykjavík með rétt rúm- lega 10 þúsund meðlimi. Í byrjun þessa mánaðar voru 7,8 prósent landsmanna skráð utan trúfélaga. n Fylgi Zúista á hraðri niðurleið Hækkanir á húsnæði og bensíni leiða til verðbólgu 4 Fréttir 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.