Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Glúmur segist hafa mátt undir- búa sig betur fyrir framboð sitt í haust. Hann eigi miklu meira inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI „Innst inni er ég fremur sak- laus, hjartahlýr og góður maður. Svo mikið, að vinkonur foreldra minna í denn vildu alltaf klappa mér um kinn og tylla mér á hné sér í barnæsku og fram á unglingsár. Svo laðast börn og dýr að mér. Þetta fór að endingu svo í taug- arnar á mér að á efri unglingsárum fór ég í uppreisn og byrjaði að drekka, haga mér ósæmilega opin- berlega og stunda kvennafar meira en góðu hófi gegndi. Bara til að afsanna að ég væri drengur góður. Kannski hefur þessi uppreisn gengið of langt því að lokum gat ég ekki umflúið eðli mitt. Ég hef stóra samvisku og vil aftur nálgast hið góða í sjálfum mér.“ Þetta segir Glúmur Baldvinsson, en hvaðan kemur nafnið hans og hví var honum valið það? „Spurðu föður minn að því. Hann réði öllum nöfnum okkar systkina, nema því fyrsta, Aldís, því hann var fjarri í Edinborg þegar hún kom í heiminn. Þegar ég fæðist er pabbi á kafi í Íslend- ingasögunum og heimtar nafnið Glúmur eða Illugi. Glúmur varð það að endingu; í höfuðið á einum karakter Íslendingasagnanna, Víga-Glúmi, sem var seinþroska og latur en reis loks úr rekkju og hjó mann og annan, en átti því óláni að fagna að deyja ellidauða. Glúmur kemur líka fyrir sem eiginmaður Hallgerðar langbrókar í Njáls sögu. Mikill kappi. En eins og nafnið bendir til þýðir það hinn dimmi, dökki og þunglyndi. Samanber enska orðið glum,“ útskýrir Glúmur og heldur áfram: „Nafnið var svo óvenjulegt þegar ég var að alast upp að ég lenti oft í slagsmálum vegna þess. Sem ég vann yfirleitt. Ég hef sagt það í gamni að pabbi hafi gefið mér nafnið til að herða mig, því ef þú getur ekki lifað með svona nafni gætirðu koðnað niður. Eins og í lagi Johnny Cash, A boy named Sue. En ég lifði það af og er afar hrifinn af nafninu í dag.“ Missir systra mesta sorgin Fjölskylda Glúms hefur orðið fyrir þungum raunum á lífsleiðinni. „Æska mín var lituð hamingju og samstöðu innan fjölskyld- unnar. Ekki bara æskan heldur allt lífið fram að fertugsaldri. Þá lék allt í lyndi,“ segir Glúmur og lítur til baka. „Mín mesta sorg er missir systra minna. Snæfríðar sem lést óvænt í blóma lífsins. Og svo missir Aldísar sem hvarf inn í sorta veikinda sem hún afneitar og getur því ekki komið til baka og orðið sú skemmtilega systir sem var sólar- geisli æsku minnar. Þær eru báðar horfnar mér. Árásir á föður minn og móður hafa náttúrlega valdið mér kvíða og þunglyndi, en ég hef Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. reynt að bera höfuðið hátt,“ segir Glúmur, en hvernig? „Ég þekki foreldra mína og veit sem varðhundur heimilisins frá byrjun að faðir minn er hafður fyrir rangri sök. Aldrei varð ég var við allan þann viðbjóð sem hann var sakaður um og trúðu mér: Hefði ég orðið var við slíkt sneri ég við honum baki. Ég var vakandi yfir öllu á mínu heimili, og kannski of mikið. Ég trúi því að systir mín og móðursystir standi í þessari aðför að föður mínum, ekki til að ná sér niður á honum, heldur móður minni. Þar spilar öfund stórt hlut- verk. Sagan er djúp og löng og teygir sig langt aftur í tímann, en ég kæri mig ekki um að rekja hana hér.“ Í vikunni var Jón Baldvin sýkn- aður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni. „Nú er eina dómsmálinu sem höfðað hefur verið gegn föður mínum lokið og hann sýknaður. Fyrir utan allar lögreglukærurnar sem hefur líka verið vísað frá. Ég á mér þá ósk heitasta að foreldrar mínir megi njóta ævikvöldsins í friði og gleði, eins og þau eiga skilið, enda hafa þau svo sannarlega gert sitt í þessu lífi. Þau hafa staðið sína plikt og unnið fyrir því að eiga fagurt ævikvöld. Ég vil sjá þau blómstra næstu áratugina og þá er ég glaður.“ Glúmur er nánastur föður sínum, sem hann segir sinn besta vin og að engan sé betra að tala við. „Faðir minn hvatti mig til að vinna og nýta hæfileika mína. Hann hvatti mig til að skrifa og hugsa og hann hefur alltaf verið minn besti vinur, því hvernig sem ástatt er í lífi mínu þá leita ég til hans til að fá ráð og huggun og kraft til að halda áfram. Pabbi er hlýr maður og enginn skemmtilegri við- ræðu. Hann gerir kröfur til mín um að standa í lappirnar og sýna karl- mennsku. Kannski hef ég stundum tekið það of langt. Skemmtilegri faðir finnst ekki. Hann er í raun átrúnaðargoðið mitt,“ segir Glúmur, um dýrmætasta veganestið frá foreldrum sínum. „Mamma gaf mér ævintýraþrá og ástríðu fyrir að skoða heiminn, enda ferðaðist hún með okkur öll sumur um útlönd. Ég fékk þá ferða- bakteríuna og hef þegar heimsótt sjötíu lönd í þessum heimi. Næst á dagskrá er Suður-Ameríka. Mamma reyndi líka að temja mér kurteisi, sér í lagi við þá sem minna mega sín. Hún reyndi af öllum mætti að lækka í mér hrokann sem fór vaxandi með velgengni fjölskyldu minnar upp úr tvítugu. Mamma er samviska mín.“ Vill ganga til liðs við annan flokk Mörgum þótti spennandi þegar Glúmur bauð sig fram til Alþingis fyrir Frjálslynda íhaldsflokkinn í haust. Eftirminnileg ummæli hans í kosningabaráttunni voru að ætla að rífa kjaft, kæmist hann á þing. „Ég er nú fremur kurteis dags- daglega og vil engum mein og allra síst særa fólk. Þegar það gerist get ég ekki beðið eftir að biðjast afsökunar, sem ég geri oftast nær. En þú verður að skilja að það að vera sonur þessa fólks eða þessarar fjölskyldu, þá þarf maður að læra að verja sig og ég hef þróað þá list í gegnum árin. Að svara fyrir mig og ég læt engan vaða yfir mig. Engan. Oft er leikurinn til þess gerður að kenna fólki að reyna ekki að fara aftur í mig. Því þá tapar það,“ segir Glúmur, alvarlegur í bragði. Hann gengst við því að vera skap- mikill. „Það fæ ég úr báðum ættum. Ellert, móðurbróðir minn, er skap- hundur, og amma hafði líka mikið skap. Ég fæ þetta úr Schram-ætt- inni, en þú vilt ekki heldur æsa upp föður minn sem er alla jafna yfirvegaður, en í þau fáu skipti sem hann hefur reiðst um ævina hefur verið best að forða sér. En þótt ég sé skapmikill er ég þannig náttúraður að ég kem niður á örskotsstundu og allt er gleymt. Ég hata engan og ber ekki kala til neins og ef mér finnst ég hafa gengið of langt er ég fyrstur manna til að biðjast afsökunar. Ég hef þetta dæmigerða latneska skap. Fljótur upp og fljótur niður.“ Í kosningabaráttunni stal Glúmur svolítið senunni, en hvers vegna, telur hann? „Ég hef ekki grænan grun. Kannski af því ég reif kjaft, eins og ég lýsti að ofan. Kannski stuðaði ég hinn almenna borgara. Allavega skilaði það ekki mörgum atkvæð- um. Ástæðan er kannski sú að ég var í röngum flokki. Ég hef íhugað að ganga til liðs við annan stjórn- málaflokk og auglýsi það hér með.“ Glúmur var gagnrýndur fyrir að hafa mætt drukkinn í kosninga- kappræður í sjónvarpi. „Það var tóm þvæla. Gísli Mar- teinn hrakti þá sögusögn og sminkurnar á RÚV. Það hefði ekki farið framhjá neinum ef ég hefði verið drukkinn. Ég gekk þarna um gólf af tveimur ástæðum; ég er hávaxinn og fæ í mjóhrygginn við að standa tímunum saman við dvergvaxið púlt. Í annan stað leidd- ist mér á köflum að komast lítið að í tvo og hálfan tíma. Ég er hins vegar ekki bindindismaður og hef á stundum glímt við áfengisvanda í kjölfar ákveðinna áfalla í lífinu. Það er djöfulleg barátta,“ segir Glúmur af hreinskilni. Hann kveðst eflaust misskilinn, en lætur þó ekki deigan síga. „Algengasti misskilningurinn er að ég sé hrokafullur forréttinda- drengur sem ætli á þing í kjólfaldi föður míns. Án þess að eiga það skilið. Ég er auðvitað óreyndur með öllu og sýndi ekki mitt besta. Ég hefði mátt brosa meira í anda mömmu og koma mínum sjónar- miðum á framfæri með skýrari hætti. Ég hefði mátt undirbúa mig miklu betur. Ég á miklu meira inni.“ Íhugar framboð til borgarstjóra Áhugi Glúms á að hasla sér völl í pólitík jókst eftir framboðið í haust, en hvers vegna vill hann ná metorðum á æðstu stöðum? „Af því ég tel mig öllum kostum búinn til að verða frábær pólitíkus. Það hvatti mig líka áfram að sjá hvernig samfélagið réðst að fjölskyldu minni. Svo það var hefndarhugur í mér. Ég tel mig geta gert betur en nánast allir sem nú sitja á þingi. Ég hef menntunina, reynsluna, orðfærið og pennann, og það er ekki öllum gefið,“ segir hann sposkur. Eftir alþingiskosningarnar sagðist Glúmur næst bjóða sig fram til borgarstjóra og forseta. „Ég sagði það nú meira í gríni en alvöru, en öllu gríni fylgir einhver alvara. Ég væri til í að taka þátt í borgarstjórnarkosningum í vor, en það er bara spurning um flokk. Enn og aftur auglýsi ég krafta mína því ég vil Dag burt og allt sem núver- andi borgarstjórn stendur fyrir. Hvað forsetaembættið varðar var það helbert grín. Ég yrði frábær for- seti, en ekki strax. Fyrst þarf ég að sanna mig annars staðar. Forsetinn í dag er að mínu mati of daufur og ekki nægilega hrífandi. Hann er engu að síður góður maður og vill vel. Komi að því að ég sækist eftir forsetaembætti mætti búast við for- seta í anda Ólafs Ragnars. Ég myndi hvorki láta þingið né ríkisstjórnina í friði þegar upp kæmu stór mál sem þingið ræður ekkert við. En það verður að bíða, enda á ég engan séns í það embætti að svo stöddu.“ Hégómagjarn kvennaljómi Glúmur hefur lengi verið annálaður kvennaljómi. „Í sanni sagt fékk ég kannski meiri athygli kvenna en gengur og gerist fyrir þá staðreynd af hvaða fjölskyldu ég var. En svo þegar ég fluttist utan komst ég að því að þar var sama sagan, þar sem enginn vissi hver ég var. Auðvitað naut ég þess út í ystu æsar; ég er hégóma- gjarn maður með afbrigðum, en það kom mér oft í bobba,“ segir hann og brosir. „Lífið er dásemd og gjöf sem má ekki kasta á glæ. Að eldast finnst mér gott, sér í lagi þegar einstaka kona gefur mér enn auga, þótt ekkert þurfi að verða meira úr því. En svo lengi sem heilsan bregst mér ekki hlakka ég til að fá grá hár, sem virðist seint ætla að ganga eftir.“ Listakonan Lína Rut Wilberg fangaði hjarta Glúms fyrr á árinu. Hún er ekki síður þekkt fyrir glæsi- leik og ein fegursta kona Íslands. „Ég var bálskotinn í Línu Rut þegar ég var fimmtán og hún vann í ísbúðinni í Úlfarsfelli vestur í bæ. Mér fannst hún of falleg til að þora að yrða á hana einu orði. Hún var yfir mig hafin. Við strákarnir fórum ekki þangað til að kaupa ís heldur bara til að sjá Línu. Við kynntumst svo 45 árum síðar á göngu í Kefla- vík. Þá hleypti ég í mig kjarki til að yrða á hana. Það endaði vel. Hún er allt önnur týpa en ég og bætir við líf mitt reglu, festu og ró. Hún er praktísk á meðan ég er ópraktískur. Hún er jarðbundin á meðan ég svíf um í draumum. Kannski er hún sú eina rétta?“ segir Glúmur, spurður um ástarlífið. n Árás- ir á föður minn og móður hafa nátt- úrlega valdið mér kvíða og þunglyndi, en ég hef reynt að bera höf- uðið hátt. Það að vera sonur þessa fólks, þá þarf maður að læra að verja sig og ég hef þróað þá list í gegn- um árin. Að svara fyrir mig og ég læt engan vaða yfir mig. Engan. Lengri útgáfa á frettabladid.is 2 kynningarblað A L LT 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.