Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 2
Nýtingin er minnst í Breiðholti, um sextíu prósent. Hjálmar Sveins- son, borgar- fulltrúi Sam- fylkingarinnar Allt er þegar þrennt er Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar, var ákveðinn á svip þegar hann náði í gögn í tengslum við alþingiskosningarnar á dög- unum. Þetta var þriðja ferð kjörbréfanefndar í Borgarnes og vonaðist Birgir til þess að spurningum nefndarinnar yrði svarað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Átak stendur yfir til að efla virkni barna í tómstunda- starfi í Breiðholti. Aðeins sextíu prósent barna þar nýta frístundakortið, en hlut- fallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. bth@frettabladid.is JAFNRÉTTI Mikil viðbrögð hafa orðið við fréttaskýringu Fréttablaðsins um að fjöldi íslenskra barna hafi ekki efni á íþrótta- og tómstundastarfi. Þörf á hækkun frístundastyrks er rauður þráður í umkvörtunum for- eldra sem borist hafa blaðinu. Hjálmar Sveinsson, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar hjá Reykja- víkurborg, segir ekki útilokað að frí- stundastyrkurinn verði hækkaður. Umbætur á frístundakortinu séu til stöðugrar skoðunar. „Það er sláandi að lesa þessa frétta- skýringu Fréttablaðsins og mjög slæmt ef sum börn upplifa sorg,“ segir Hjálmar. „En þetta setur líka þær kvaðir á íþróttafélögin að stilla sinni gjald- skrá og ferðalögum í hóf þannig að enginn sé skilinn eftir út undan,“ bætir hann við. Í fréttaskýringunni kom fram að innf lytjendur, atvinnulausir foreldrar og öryrkjar væru sérlega viðkvæmir fyrir vaxandi kostnaði. Keppnisferðir eru eitt dæmi um slíkt, þar sem bjargir foreldra til að safna fé eru mjög misgóðar. Hjálmar segir að heilt yfir telji hann að vel hafi tekist til með frí- stundakortið. Nýting þess sé allt að 90% í sumum hverfum borgarinnar. Þó er ekki sömu sögu að segja um alla hluta borgarinnar. „Nýtingin er minnst í Breiðholti, um sextíu prósent,“ segir Hjálmar. Vegna þeirrar staðreyndar hefur borgin efnt til átaks til að auka nýt- ingu frístundakortsins í Breiðholti. „Einn liður til að auka jafnræði er að börn í fyrsta og öðrum bekk í Breiðholti fá 80.000 krónur á ári til að stunda íþróttir,“ segir Hjálmar. Algengt er að frístundastyrkur sveitarfélaga sé 50.000 krónur. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðing- ur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að frístundastyrkurinn sé ekki bara of lágur heldur séu reglur um hann of stífar. Í fréttaskýringunni kom fram að hægt væri að nota frístundakortið til að greiða fyrir frístundaheimili. Kol- brún segir það bagalegt og því þurfi að breyta. „Borgin verður að trygga að barn- ið eitt geti notað kortið og að for- eldrum sé boðin aðstoð til að greiða frístundaheimili,“ segir Kolbrún. n Börn í Breiðholti ólíklegust til að nýta frístundastyrkina Reykjavíkurborg hefur tímabundið hækkað greiðslu frístundastyrks til barna í Breiðholti. Liður í átaki til jafnræðis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Samkvæmt nýrri reglu- gerð Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráð- herra, getur einstaklingur sótt um að dylja nafn sitt og heimilisfang eða aðsetur í þjóðskrá. Er þetta gert til að vernda viðkomandi fyrir utan- aðkomandi hættu og þarf staðfest- ing lögreglu að liggja fyrir til þess að upplýsingarnar verði duldar. „Heimild fyrir að hafa nafn og/ eða lögheimili/aðsetur dulið skal ekki vara lengur en þörf er á og getur aðeins gilt til eins árs í senn,“ segir í reglugerðardrögunum. „Þann- ig fellur vernd niður að þeim tíma liðnum eða fyrr, ef hættan er liðin hjá og tilkynning þess efnis berst Þjóðskrá Íslands frá hlutaðeigandi eða frá lögreglu.“ Ekki kemur fram hvers konar vernd sé um að ræða. Gera má ráð fyrir að þolendur of beldis og elti- hrella geti nýtt sér þetta eða þá vitni í sakamálum. n Verður hægt að dylja nafn sitt og lögheimili Þolendur eltihrella eru fjölmargir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY adalheidur@frettabladid.is COVID-19 Ríkisstjórnin ræðir til- lögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir gegn kórónaveirunni á fundi sínum í dag. Þungt hljóð var í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði hápunkti yfirstand- andi bylgju svo sannarlega ekki náð þrátt fyrir metfjölda smita. En 200 greindust með Covid-19 þarsíðasta sólarhring. Aðeins tveir dagar eru síðan hert- ar aðgerðir tóku gildi, með grímu- skyldu í þrengri rýmum, 500 manna samkomutakmörkunum og styttri opnunartíma veitinga- og skemmti- staða. Nú liggja átján á sjúkrahúsi með COVID-19. Þar af eru fjórir á gjör- gæslu. n Ríkisstjórn ræðir harðari aðgerðir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis- ráðherra, fer yfir stöðuna með ríkis- stjórninni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI 2 Fréttir 12. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.