Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 13

Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 13
HEILSUVERND 5 ingarþjóðanna, þrátt fyrir læknisvísindin. Menn rækta sjúkdóma, um leið og þeir þykjast lækna. Læknisfræðin fer í kringum sannleikann, orsakir þess, að menningar- þjóðirnar eru krankfeldustu þjóðir heims. Hún vanrækir og jafnvel brýtur það lögmál, sem ræður heilbrigði og Bircher-Benner kallaði „Ordnungsgesetz des Lebens“ (grundvallarlögmál lífsins). En meginþáttur þess er nátt- úrleg, lifandi næring. Maðurinn er frá upphafi hvorki hrææta né rándýr, þótt hann hafi gert sig að hvorutveggja. Hann er jurtaæta og hefir lengstaf nærzt á ósoðinni jurtafæðu. En þegar hann breytti um lifnaðarhætti, fór fyrir honum eins og segir í Biblíunni, að hann gerði sig rækan út úr Paradís — úr Paradís heilbrigðinnar, með því að brjóta lögmál náttúrlegr- ar næringar og heilbrigði. Þó eru enn til þjóðir, í afkimum veraldar, sem eru lausar við hina svokölluðu menningar- sjúkdóma (t. d. Húnzaþjóðin í Norður-Indlandi). Bircher-Benner, McCarrison og aðrir forvígismenn nátt- úrulækningastefnunnar hafa bent á leiðina út úr sjúkdóma- feninu. Hún er afturhvarf til einfaldari og náttúrulegri næringar og lífshátta. Tannveiki verður ekki lækriuð með smíði nýrra tanna. Þegar sár er skorið úr maga eða botn- langi tekinn, er ekki skeytt um orsakir sjúkdómsins, og sama er að segja um t. d. flesta kokeitlaskurði, sem virð- ist aðalatvinna margra hálslækna. Orsakirnar eru oftast ónáttúrlegar lífsvenjur og dauð næring. En næringin er það drottinsvald, sem ræður mestu um heilbrigði. Vér læknar, sem höfum staðið i hörðustu viðureign við hverskonar sjúkdóma um hálfrar aldar skeið, gætum frá mörgu sagt. Vér höfum tekið þátt í útrýmingu ýmissa kvilla, sem áður voru landplága, svo sem barnaveiki, tauga- veiki, sullaveiki, holdsveiki, sem stöfuðu aðallega af sóða- skap og að mestu eru úr sögunni. En í þeirra stað höfum vér séð aðra sjúkdóma hraðvaxa, án þess að fá nokkuð við gert. Eg sá aldrei botnlangabólgu né botnlangaskurð, með- an ég var í læknaskólanum og heldur ekki á fyrstu læknis-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.