Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 16
HEILSUVERND
Björn L. Jónsson:
Vörn og orsök
krabbameins
V. Lækning krábbameins.
Næringin. Þá er komið að veigamestu orsök krabba-
meinsins, en það er röng næring líkamans. Hinir útbreiddu
og stórfelldu gallar á mataræði menningarþjóðanna hafa
svo oft og ítarlega verið ræddir hér í ritinu og í bókum
NLFÍ, að hér verður ekki fjölyrt um það atriði, heldur lát-
ið nægja að minna á þá staðreynd, að menningarþjóðirnar
búa frá vöggu til grafar við tilfinnanlegan skort ýmissa
nauðsynlegra næringarefna, ofneyzlu annarra næringar-
efna og ofát yfirhöfuð að tala. Af þessu leiðir veiklun
einstakra líffæra og líkamans alls, í senn vegna ofreynslu
og efnaskorts. Viðnámsþróttur líkamsfrumanna dvínar, og
þær standast ekki árásir sýkla og annarra sjúkdómsafla.
Með því er krabbameininu boðið heim, því að það ,,kem-
ur aldrei í heilbrigt líffæri“ (sbr. síðasta hefti). Ennfrem-
ur má minna á það, að rangt mataræði veldur tregum
hægðum, sem eru, eins og áður hefir verið sýnt, ein helzta
orsök innvortis eitrunar og krabbameins, bæði innvortis
og útvortis.
Því miður er ekki rúm til að taka upp nema fá sýnis-
horn af miklum fjölda ummæla í þessa átt eftir þekkta er-
lenda lækna og sérfræðinga.
Sir William A. Lane, einn þekktasti og reyndasti skurð-
læknir Englendinga, nýlega látinn, segir: