Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 10
HEILSUVERND
Jónas Kristjánsson:
Hvers viríi
er gói heilai!
Um heilsuna hefir það löngum verið sagt, að enginn veit
hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Engin eign veitir mönn-
um meiri lífssælu en góð heilsa. Hún er hvers manns og
hverrar þjóðar dýrmætasta eign. Menn eru oft næsta tóm-
látir um varðveizlu heilsunnar, meðan hún er allgóð, en
þegar hún er farin að bila, vilja menn verja sínum síðasta
eyri til þess að endurheimta hana.
Hvað er heilsa eða heilbrigði? Þetta hefir verið skýrt á
ýmsan hátt. Vér vitum, að maðurinn er samband óteljandi
lífseinda, sem vér köllum frumur. Heilbrigði er friðsam-
legt samstarf allra þessara fruma. I heilbrigðum manns-
líkama hafa allar frumur sameiginlegt takmark, heill og
velferð heildarinnar. Allar vinna þær óeigingjarnt starf í
hennar þágu.Þegar svo er, leikur allt í lyndi. Menn eru
sælir af sjálfum sér.
Sjúkdómar eru hinsvegar sundrung og truflun á þessu
friðsamlega og náttúrlega samstarfi, og um leið barátta
af henai hins inngróna læknismáttar líkamans, sem er
trúnaðarlæknir forsjónar lífsins.