Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 21
HEILSUVERND Vafasöm heilbrigðisfræðsla Læknum er stundum legið á hálsi fyrir það, hve lítið þeir geri að því að fræða almenning um heilbrigðismál. Að undanförnu hefir talsverð breyting orðið í þessum efnum. Nokkrar bækur hafa komið út, þýddar eða frumsamdar af læknum, og læknar hafa ritað í blöð og tímarit og flutt erindi í útvarp. Lesendur og áheyrendur verða margs vísari um líkamann og lífsstörfin, um sjúkdóma og einkenni þeirra, um bakteríur og ýmiskonar lyf og ýmsar nýjungar í rannsóknum og tækni. En tiltölulega iítið er gert að því að segja almenningi, af hverju algengustu sjúkdómar stafi og hvernig fólk eigi að lifa til þess að forðast þá. Og þegar svo bregður við, að læknar fara út í þessa sálma, sem ætti að vera efst á blaði í heilbrigðisfræðslu þeirra, eru þeim oft svo hraparlega mislagðar hendur, að furðu gegnir. Hefir verið bent á dæmi þess hér í ritinu, og mun svo verða gert eftirleiðis, enda er það eitt verk- efni þessa rits að benda lesendum á mistök af þessu tagi, ekki sízt, ef þau koma frá læknum, sem almenningur tek- ur að vonum mikið mark á. Síðustu dæmin eru úr Fréttabréfi um heilbrigðismál, sem próf. Níels Dungal semur. Er þar skýrt frá því, að í hafra- mjöli og í hýði korntegunda, svo sem rúgs og hveitis, sé „tiltölulega mikið af fytinsýru‘% sem eyði kalki úr næring- unni og stuðli þannig að beinkröm, ,,Af þessum sökum ráða margir frá því að halda hafragraut að börnum“. Og „svip- um að færa lífnaðarhættina í betra horf, til þess í senn að forðast sjúkdóma og lækna þá. Slíkar kenningar eiga aldrei að geta valdið ótta. Og í næsta hefti verður bent á leiðirnar til þess að verjast þessum alvarlega sjúkdómi.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.