Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 31

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 31
HEILSUVERND Spurningar og svör Sveitakona spyr: 1. Er nýtt slátur hollt, og hvað um súrt slátur, súrt kjöt og súra fitu? 2. Er hollara að borða harðfisk en saltfisk? 3. Eru matbaunir hollar? 4. Skemmast fjörefnin í bláberjum, ef þau eru geymd í sykri fram á vetur? 5. Eru það ekki svik, ef verzlanir selja hvítt hveiti, blandað hveitihýði, sem heilhveiti? 6. Hvar er hægt að fá fræ eða hnausa af skarfakáli? Svör: 1. Allmikið vantar á, að hægt sé að telja slátur (blóðmör og lifrarpylsu) verulega holla fæðu, aðallega vegna þess, hve langa suðu það þarf, 2 til 3 tíma. Bezta meðferðin á blóði væri sú að búa til úr því blóðbúðinga (sjá Nýjar leiðir II, bls. 148). Nýtt slát- ur er hollara en kjöt og fiskur, inniheldur meira af steinefnum og grófefnum, er ekki eins sýrugæft og veldur ekki rotnun í þörmum. Hollusta hins súra sláturs fer mikið eftir því, hvernig það er sýrt. Sé það látið súrna í vatni, myndast í þvi óhollar sýrur, m. a. ediks- sýra. En sé sett á það góð sýra eða mysa, er síður hætt við því Hænsni, sem fá mikið af súru slátri, fá beri-beri og verða blóðlítil. Magurt kjöt verður fyrir skemmdum af þvi að súrna, en fitan þolir betur súrinn. 2. Harðfiskur er hollari en annar fiskur, vegna þess að hann er borðaður ósoðinn, og auk þess reynir hann á tennurnar og eykur blóðsókn til þeirra. Saltið er óhollt og mjög misnotað krydd- og geymsluefni og allur saltur matur því varhugaverður. Við afvötn- un á saltfiski (og saltkjöti) dragast auk þess sum verðmætustu nær- ingarefnin út í vatnið og fara forgörðum. 3 Baunir eru eggjahvíturík fæða, þær eru sýrugæfar og innihalda talsvert af svonefndum purin-efnum. Undantekning frá því eru sojabaunir, þær eru lútargæfar, innihalda engin purinefni og eru yfirleitt efnaauðugri en aðrar baunir. Yfirleitt er rétt að gæta mjög hófs í neyzlu bauna. Bezta aðferðin við notkun þeirra er að láta þær skjóta frjóöngum, láta þær spíra, sem kallað er. Þá myndast í þeim C-fjörefni, og þá ætti að borða þær ósoðnar með spirunum. 4. Já, en misjafnt, eftir því hve mikillar vandvirkni er gætt. 5. Sennilega er þetta sjaldan gert, en sé svo, þá eru það vörusvik. 6. Skarfakál vex víða við sjó, í klettum og úti á eyjum, og er þar hægt að taka hnausa eða plöntur og gróðursetja í garði. Allvíða munu menn farnir að rækta skarfakál í görðum sínum, og hjá þeim mun auðvelt að fá lítinn hnaus eða plöntu, sem sáir út frá sér þegar á sama ári. Skarfakálsfræ mun ekki vera til sölu.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.