Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 24
HEILSUVERND Trúin á l/fin I „Fréttabréfi um heilbrigðismál“ hefir prófessor Níels Dungal nýlega sagt frá nýju gigtarlyfi, sem hann telur „einn af merkustu viðburðum ársins 1949“. Þetta lyf heitir cortison og hefir undraverð áhrif á liðagigt. En sá böggull fylgir skammrifi, að ekki má hætta að gefa lyfið, því að þá tekur sjúkdómurinn sig upp á ný, og sjúkling- urinn er jafnvel verr farinn en áður. Lyfið læknar með öðr- um orðum ekki sjúkdóminn, en heldur honum aðeins niðri um skeið, hve lengi, getur enginn vitað enn, vegna þess að lyfið er nýtt. Ennfremur fylgja lyfinu ýmsar „miður æskilegar" aukaverkanir. „Sjúklingnum hættir til að verða kringluleitum, hárvöxtur eykst, aðallega í andliti, og mat- arlystin getur orðið óhófleg. Sumir þyngjast um allt að 2 kg. á dag“. Þrátt fyrir alla þessa annmarka og geypilegan kostnað (3 vikna meðferð kostar 18 þús. dollara, svo að segja má, að „dýr verði Hafliði allur“, úr því að nota þarf lyfið ævilangt) trúir próf. Dungal því, að „þetta dásamlega lyf“ eigi eftir að færa mörgum liðagigtarsjúklingum heilsu sína aftur. Nokkru áður en próf. Dungal birti þessa frétt, var lögð fram skýrsla um lyf þetta í liðagigtarfélagi í New Jersey í Bandaríkjunum. Er þar sagt frá 10 ára stúlku, sem hafði liðagigt á háu stigi. Henni var gefið cortison, og liðagigtin hvarf á hálfum mánuði. En telpan fékk í staðinn sykursýki. Þá var hætt að gefa henni nýja lyfið. Sykursýkin hvarf, en liðagigtin var komin í sama horfið eftir hálfan mánuð. Þetta endurtók sig þrisvar í röð. Loks var reynt að ná einskonar samkomulagi milli þessara sjúkdóma með því að draga úr cortison-gjöfinni, þannig að sjúklingurinn sat eftir með báða sjúkdómanna á lágu stigi!

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.