Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 25 sætindi eins og þau gátu torgað, auk síns venjulega óbrotna íæðis. Eftir 6 vikur höföu 75% af börnunum fengiö tannátu. Tóku þá lækn- arnir saman föggur sínar og skildu börnin eftir með tannátuna og endurminninguna um sætindin. Þetta var óneitanlega dálítið grár leikur, en sú er bót í máli, að margt má af þessu læra.“ (Leturbr. hér). Já, óneitanlega grár leikur — og með öllu óþarfur. Því að lækn- um og næringarfræðingum eru fyrir löngu kunn skaðleg áhrif sæt- inda á tennur barna. Auk þess mátti gera tilraunina á þann hátt, að taka fyrir sætindaneyzlu barnahóps og athuga áhrif þess á tenn- ur þeirra og heilsufar yfirhöfuð. Slíkar tilraunir hafa verið gerðar með greinilegum jákvæðum árangri. En hvaða gagn er svo af slíkum tilraunum, ef ekkert er farið eftir þeim lærdómi, sem þær láta í té? Ekki verður þess a. m. k. vart hér á landi, að læknar hefjist handa um útrýmingu sætindaáts hjá börnum. RÁÐ VIÐ KVEFI. Amerískur læknir, Rasmus Alsaker að nafni, höfundur hinnar á- gætu greinar um meðferð ungbarna í „Nýjum leiðum II“, segir á þessa leið í nýútkomnu hefti af txmaritinu „Health Culture" (Heilsu- rækt): „Náttúrleg ráð við kvefi eru þessi: 1. Frá þeirri stundu, er þú verður þess var, að kvefið er að byrja, máttu ekkert borða, hvorki fasta né fljótandi fæðu. 2. Enda þótt þú hafir haft hægðir nýlega, áttu að taka inn eitthvert milt hægðalyf og drekka á eftir eins mikið af vel volgu vatni og þú getur, blandað sítrónusafa. Þá verkar hægðalyfið betur. Síðar um daginn áttu að setja þér stólpipu. 3. Leggjast í rúmið og liggja a .m. k. í sólarhring, ef ástæður leyfa. 4. Drekka mikið vatn, gjarnan með sítrónusafa saman við. Sé þessum ráðum fylgt út í æsar, er kvefið venjulega á bak og burt að sólarhring liðnum. En ef menn borða eitthvað, sleppa þeir ekki eins vel. Enn betri verða áhrifin, ef menn fara í bað, eins heitt og þeir þola, og liggja þar, unz þeir bullsvitna. — Þessi aðferð hefir engin slæm eftirköst í för með sér, heldur verður maður hressari eftir en áður. Menn ættu ekki að sýna hirðuleysi gagnvart kvefi. Meðal sjúkdóma, sem geta komið upp úr langvinnu kvefi, má nefna lungnakvef ((bronchitis), astma, lungnabólgu og berkla".

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.