Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 20
12
HEILSUVERND
brjóstakrabba með hráfæði, sólböðum, útivist o. s. frv.
Að hér var um krabbamein að ræða, en ekki meinlaust
æxli, hefir verið sannað með smásjárrannsókn.
Nú munu læknar yfirleitt halda því fram, að engar
lífernisreglur geti læknað krabbamein. Auðvitað fá slík-
ar fullyrðingar ekki staðizt, úr því reynslan hefir sannað
hið gagnstæða. Þar að auki mun þessi lækningamöguleiki
ekki hafa verið rannsakaður það rækilega af læknum, að
heimilt sé að neita honum. Og loks má benda á þá stað-
reynd, að hér ganga læknar einnig í berhögg við sínar
eigin fullyrðingar, þegar þeir t. d. segja sjúklingum sínum,
að mataræði hafi engin áhrif á sjúkdóminn, en gefa þeim
samtímis tilbúin fjörefni! Eða þeir segja sjúklingnum að
styrkja sig með útivist og hreyfingu, en samt á hollt mat-
aræði engin áhrif að hafa!
Engum dettur í hug að halda því fram, að breytt matar-
æði eða lifnaðarhættir séu örugg leið til bata á krabba-
meini. Vegna þess að þessi sjúkdómur er afleiðing af lang-
vinnri eitrun og hrörnun líkamans, einskonar ,,lokastig“
líkamlegrar hnignunar, er hann verri viðfangs en flestir
aðrir sjúkdómar. En það kemur ekki til mála, að rétt sé
að halda leyndum fyrir almenningi þeim möguleika að
lækna sig með breyttu mataræði, t. d. samtímis öðrum
aðgerðum.
En meginatriði þessa máls er það, að með réttum
lifnaðarháttum er hægt að komast hjá því að fá þennan
sjúkdóm. Og alvarlegasta yfirsjón lækna er í því falin að
vilja ekki viðurkenna þessa staðreynd, og halda áfram að
telja almenningi trú um, að lifnaðarhættirnir hafi engin
áhrif á myndun krabbameins.
Stundum heyrist sagt, að kenningar náttúrulækninga-
stefnunnar geri ekki annað en vekja ugg og ótta hjá fólki,
ótta við krabbamein og aðra sjúkdóma. Þetta stafar af mis-
skilningi eða rangri túlkun. Umtal ,náttúrulækningamanna‘
um sjúkdóma stendur ætíð í sambandi við umræður um
orsakir þeirra vegna rangra lifnaðarhátta og ábendingar