Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
Húsmæðraþáttur
Bakstur úr heilhveiti.
Matarbrauð er verulegur hluti af dagsfæði hvers manns.
Það skiptir því miklu máli, að brauðið sé bæði vel tilbúið
og hollt. Til þess að búa til brauð er þetta þrennt nauðsyn-
legt: Mjöl, vatn og einhverskonar lyftiefni. Venja hefir
verið að nota rúgmjöl eða hvítt hveiti í brauð, en í seinni
tíð hefir notkun heilhveitis færzt mjög í vöxt. En heilhveiti
nefnist það, þegar hveitikornið er malað án þess að sigta
hýðið frá. I yzta hýði kornsins er ómeltanlegt tréefni, en
undir því er lag, auðugt að steinefnum og fjörefnum.
Tréefnið örvar meltinguna og gerir þannig mikið gagn.
Meginið af fjörefnum og steinefnum kornsins fylgja hýðinu,
ef mjöl er sigtað eða grjón fægð. Því er bezt að nota heil-
mjöl eða hýðiskorn til matar. — Ákjósanlegast væri að geta
notað sveppager (ölger, þurrger) í stað lyftidufts, sem
hefir eyðileggjandi áhrif á fjörefnin, en sveppagerið hins
vegar auðugt að B-fjörefnum. — Hér fara á eftir nokkrar
uppskriftir af matarbrauði og kökum úr heilhveiti.
Hverabrauö. 900 gr. rúgmjöl; 600 gr. heilhveiti; 10—15
gr. sveppager (eða 1 tesk. þurrger, eða 1 hnefi súrdeig);
50 gr. púðursykur; 8 dl. kalt vatn; 1 tesk. salt.
Gerið er hrært með 2 matskeiðum af ylvolgu valni. Öllu því þurra
blandað saman, vætt í með vatninu og gerblöndunni og deigið hnoð-
að vel saman. Sett í vel smurðan bauk og látið lyfta sér við yl í
1—2 klst. í ílátinu með klút yfir. Þá er lokið látið á baukinn og
brauðið soðið i vatni í 5—7 klst. Einnig má skipta deiginu í 2—3
minni bauka, og þarf þá ekki nema 2 klst. suðu.