Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 34

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 34
26 HEILSUVERND LOFTHITINN I SVEFNHERBERGJUM OG ÖNDUNIN. Á einni nóttu andar maður- inn að sér 5-6000 lítrum af lofti, og af því er 1/5 súrefni, eða 1000-1200 lítrar. Þetta er þó breytilegt eftir hitastigi lofts- ins, þvi að eins og kunnugt er, þenst það út við hita en dregst saman við kulda. Munar þetta 1/300 hluta við hvert stig á Celsíus. Ef við förum t. d. úr 20 stiga hita í 10 stiga frost, þjappast loftið saman sem nem- ur um 1/10, og að sama skapi eykst það súrefnismagn, sem við öndum að okkur í hverj- um andardrætti. I einum litra af lofti er þannig um 10% meira af súrefni við 10 st. frost en við 20 st. hita, og á einni nóttu mundi þetta nema 100-200 lítrum af hreinu súr- efni. En svo kemur annað til greina. 1 hreinu og köldu lofti er öndunin miklu dýpri og full- komnari en í heitu lofti. — Myndin sýnir línurit af öndun í heitu lofti (efri myndin) og í köldu lofti (neðri myndin). Sveiflurnar, sem penninn skrif- Línurit af öndun, aö ofan í heitu ar a blaðið, sýna, hve djúpar lofti, aö neöan í köldu lofti. inn- og útandanir eru, og munar þetta mjög miklu. öndunin er þýðingarmesta lifsstarf líkamans, og súrefnið þýðing- armesta efni hans. 1 svefnherbergjum dvelja menn um eða yfir þriðjung ævi sinnar. Af framansögðu má því marka, hve mikils- vert það er, að þar sé jafnan hreint og kalt loft. Þeir, sem reynt hafa, segjast aldrei sofa betur, þurfa minni svefn og vera hressari að morgni en þegar þeir sofa í miklu frosti. En þá þarf auðvitað allur umbúnaður að vera góður og vandaður. Þess eru mörg dæmi,

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.