Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.03.1950, Blaðsíða 32
24 HEILSUVERND EINVlGI ARE WAERLANDS VIÐ DANSKAN LÆKNI. Á síðasta ári kom út doktorsritgerð eftir danskan lækni, Oluf Poulsen að nafni, og fjallaði hún um mataræði, berkla og krabba- mein. Kemst læknirinn þar að þeirri niðurstöðu, að í Danmörku séu þessir sjúkdómar tíðari meðal jurtaneytenda en annarra. Byggj- ast þær niðurstöður á samanburði milli adventista í Danmörku og almennings. En læknirinn byggir hér á röngum grundvelli, þvi að samkvæmt upplýsingum frá adventistum sjálfum lifa aðeins um 10% þeirra á jurtafæðu, hinir borða eins og fólk flest. I tilefni af riti þessu skoraði Are Waerland hinn nýja doktor á hólm til opinberrar kappræðu um þessi efni. Kappræðan var undir- búin af danska blaðinu „Berlíngske Tidende“ og fór fram í hinum stóra Oddfellowsal í Kaupmannahöfn 17. september sl. Politiken seg- ir daginn eftir frá þessu einvígi. Salurinn var yfirfullur, og komust færri að en vildu. 1 framsöguræðu sinni ræddi Waerland um helztu gallana á nútíðar- mataræði, m. a. suðu grænmetis, sem eyðileggur beztu efni þess. Þá ræddi hann um rangt mataræði sem orsök sjúkdóma, þar á meðal berkla og krabbameins, og leiðirnar til að verjast þeim og lækna þá. Dr. Poulsen hóf ræðu sína með þessum orðum: „Andspænis Waer- land finnst mér ég vera hinn litli Davíð gagnvart risanum Golíat. Waerland er sjálfur bezta auglýsingin fyrir mataræðiskerfi sínu.“ Hann viðurkenndi, að mataræði Waerlands væri miklu hollara en venjulegt jurtafæði, en taldi þó ekki, með tilliti til krabbameins, ástæðu til að gera verulegar breytingar á viðurværi almennings, þótt skynsamlegt væri að auka neyzlu á ósoðnu grænmeti. Hann neitaði því, að hægt væri að lækna krabbamein með mataræði. Að framsöguræðunum loknum áttust þeir enn við um hríð, og öll var viðureignin hin prúðmannlegasta og báðum aðilum til sóma. TILRAUN MEÐ ÁHRIF SÆTINDA Á TENNUR BARNA. 1 langri og fróðlegri ritgerð, „Tennurnar og fæðan“, eftir Valtý lækni Albertsson, í Heilbrigðu lífi 1949, segir höfundur svo frá: „Fyrir skömmu tóku amerískir vísindamenn frá Columbíaháskólan- um sér ferð á hendur norður til Alaska. Fundu afskekkta Eskimóa- byggð, þar sem mjög lítið var um tannátu. Allmörg börn, með sérstaklega góðar tennur, voru valin úr hópnum og þeim gefin

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.