Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 6
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Eru siúkdómar óum(hjianlegir7 Ég svara fyrir mitt leyti algjörlega neitandi. Það er sann- færing mín, að sigrast megi á flestum þeim sjúkdómum, sem þjá hinar vestrænu þjóðir, beiti læknar sér gegn or- sökum þeirra. Hrörnunarsjúkdómar eru jafnalgengir, eins og raun ber vitni um, vegna þess, að sáralítið er gert til að byggja fyrir þá. Jafnvíst er hitt, að sumir hinna næmu sjúkdóma eins og berklar, mænuveiki, innflúensa o. fl., eru öðrum þræði manneldissjúkdómar og stafa að nokkru af því, að daglegri fæðu er áfátt um hollustu. Það er sannfæring mín, að heilsurækt sé ekki nægur gaumur gefinn, að of lítið sé gert til að varðveita fullkomna heilbrigði. Einn af spekingum fornaldarinnar sagði: „Vísindi og listir hjálpa ekki, afl og orka koma ekki að gagni, auður fjár kemur ekki að notum, mælskulistin er fánýt, ef heils- una vantar." Náttúrulækningastefnan heldur því fram, að hrörnun- arsjúkdómar stafi af orsökum, sem unnt sé að koma í veg fyrir, og með heilnæmum lifnaðarháttum megi til mikilla muna auka mótstöðuafl líkamans gegn smitsjúkdómum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.