Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 36
96
HEILSUVERND
ur með þeim hlunnindum, sem hún veitir og vera ættu hverju
heimili til nokkurs hagnaðar.
Um áramót voru félagsmenn 259. Á þessu ári til 10. júli hafa
108 nýir félagar bætzt í hópinn, þar af 45 i júní.
Viðskipti hafa frá byrjun stöðugt farið vaxandi, enda hefir
verið lögð rik áherzla á lipra afgreiðslu og vöruvöndun, sérstak-
lega útvegun hollra matvæla.
Kornkvörnin tryggir viðskiptamönnum bezta fáanlega mjölið.
Ekki hefir verið unnt að komast hjá því að verzla með ýmsar
vörur, sem við teldum æskilegt að þurfa ekki að hafa. Tóbaks-
vörur, sælgæti, öl og slíkt er samt ekki verzlað með.
En þótt einnig sé verzlað með vörur, sem við teljum neikvæðar,
er stranglega fylgt þeirri reglu að mæla aldrei með neinni vöru, sem
ekki má telja vist að sé góð. Frá þeirri reglu má aldrei hársbreidd
hvika, og á því engin hætta að vera, því að verzlunin er ekki
rekin sem gróðrafyrirtæki, heldur til að útvega almenningi sem
beztar vörur yfirleitt og þá fyrst og fremst sem beztar neyzlu-
vörur. Þannig vill félagið stuðla að bættu heilsufari einstaklings
og þjóðar í þjónustu við hugsjón og markmið náttúrulækninga-
stefnunnar.
Náttúrulækningafélag Akraness hélt aðalfund sinn fimmtudaginn
10. júní s.l. Þessir félagar skipa stjórn félagsins:
Jóhann B. Guðnason, formaður, Einar Þ. Helgason, Þuríður
Guðnadóttir, Guðni Kristjánsson og Karl Helgason.
Varastjórn skipa: Guðmundur Jónsson, Gísii Guðjónsson og
Ingibjörg Tómasdóttir.
Gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins, Einar Þ. Helgason,
las upp reikninga félagsins, og voru þeir samþykktir. Félagið rek-
ur pöntunarstarfsemi með þær vörutegundir, er félagsmenn neyta
helzt. Vöruvelta á s.l. ári nam um 45.000 krónum. Auk þess eiga
félagsmenn kornmyllu, sem er mikið notuð á alls konar korn-
tegundir. Nú hefir félagið keypt verzlunarleyfi og hyggst að auka
umsetningu alls konar neyzluvara. Var allmikið rætt um þá starf-
semi félagsins og tilhögun hennar.
Jón Kr. Guðmundsson hefir haft á hendi vöruúthlutun fyrir fé-
lagið, og annast um það með mikilli kostgæfni og trúmennsku tvö
s.l. sumur. Á þessum fundi var allmikið rætt um væntanlega
skemmtiferð til fjarlægra landsfjórðunga og kosin undirbúnings-
nefnd til að skipuleggja ferðalag nú á þessu sumri.
Meðlimum félagsins fer fjölgandi, og eru nú rétt tvö hundruð.
Akranesi, 19. júní 1954.
Jóhann Guðnason.