Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 35
HEILSUVERND 95 „Náttúrlegir hlutir" er þáttur, seni náttúrufræðingar hafa unilan- farið annazt í Útvarpinu. Hafa þeir, hver á sinu sviði, svarað spurningum um náttúrufræði og miðlað htustendum miklum, hlut- lausum fróðleik, eins og vísindamönnum ber að gera um fræði- leg efni. Einn okkar ágætu náttúrufræðinga, Sigurður Pétursson, geria- fræðingur, vakti þó á sér athygli fyrir að nota þáttinn til mjög ó- visindalegs áróðurs gegn Náttúrulækningastefnunni, sem auðheyrt var, að hann þekkti harla lítið. Þegar gerlafræðingurinn flutti hið óvisindalega erindi sitt, varð þessi visa til: Með óhreint mjöl eru ýmsir á ferli í áróðurspokanum, en ekki veit ég af verri gerli en vísindahrokanum. FÉLAGSFRÉTTIR. Aðalfundur Pöntunarfétags N.L.F.R. var haldinn í Guðspekifé- lagshúsinu 14. júní. Tveir áttu að ganga úr stjórninni, en voru endurkjörnir. Stjórnina skipa: Marteinn M. Skaftfells, formaður; Ililmar Norðfjörð, varaformaður; Steindór Björnsson frá Gröf, ritari; Klemenz Þorleifsson, gjaldkeri og Friðrik Lunddal, með- stjórnandi. Pöntunarfélagið var formlega stofnað 22. júní 1953 með 187 stofnfélögum. Húsnæði fyrir starfsemi félagsins var teigt að Týs- götu 8. Unnið var að öllum nauðsynlegum umbótum á húsnæðinu í sjálfboðavinnu, því að vissulega mátti ekki rýra hina léttu sjóði félagsins meira en brýnustu nauðsyn bar til. 30. júli voru fyrstu vörurnar afgreiddar og starfræksla hafin. Þriðjudagur og föstu- dagur liafa frá byrjun verið fastir pöntunardagar. Þá daga er vörum ekið heim til þeirra, er þess óska. Það sparar húsmæðrum marga snúninga og veitir öllum, hvar sem þeir búa í bænum eða grennd, möguleika til að skipta við félagið og njóta þeirra hlunn- inda, sem það veitir. Margir félagsmenn sækja pantanir sínar sjálfir. Oft hefir það komið þeim betur að fá þær afgreiddar utan hinna ákveðnu pöntunardaga, og hefir stjórnin frá upphafi talið það sjálfsagða þjónustu að mæta slíkum óskum eftir föngum. Pant- anir eru einnig sendar út á land, jafnt til utanfélagsmanna sem félagsbundinna. 14. okt. opnaði félagið einnig verztun fyrir utanfélagsmenn. Pöntunardeildin stendur öllum fétagsmönnum opin eftir sem áð-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.