Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 11
HEILSUVERND
71
allir Guðspekinemar hafni dýrafæðu, og hér á landi a. m.
k. munu þeir, er það gera, vera í miklum minnihluta. Guð-
spekifélagið sem heild tekur enga afstöðu til málsins, frem-
ur en til annarra kenninga, sem komið hafa fram innan
vébanda þess eða utan. Það er fræði- og námsfélag, sem
lætur meðlimi sína algjörlega sjálfráða um það, hvaða
kenningar þeir aðhyllast eða afneita, eða hvernig þeir haga
lífi sínu, svo framarlega sem það brýtur ekki í bága við
einingarkenningu þá og bræðralagshugsjón, sem er grund-
völlur sá, sem félagið er byggt á. Maður getur verið ágætur
Guðspekinemi, þó að hann neyti kjöts eða annarrar dýra-
fæðu, og miklu meiri og betri en hinn, sem ef til vill er að-
eins gróðurneytandi. Það væri hlægilega auðvelt að vera
góður maður og nýtur, að ekki sé sagt heilagur maður, ef
ekki þyrfti til þess annað og meira en að breyta um mat-
aræði, — ef eldhúsið væri eins konar óhjákvæmileg sálu-
hjálparmiðstöð. Málið er ekki svo einfalt. — Hitt er annað
mál, að margir Guðspekinemar munu komast að þeirri nið-
urstöðu, eftir að þeir hafa kynnt sér kenningar Guðspek-
innar, að af mjög mörgum ástæðum væri æskilegt, að allt
dýradráp væri lagt niður, og að maðurinn sé ekki skapað-
ur fyrir dýrafæðu, hvorki frá líffræðilegum eða öðrum
sjónarmiðum. Þeir benda í þessu sambandi á nokkrar stað-
reyndir, og skulu þær raktar hér:
1. Hið allra fyrsta, sem hver sá maður, er leitar andlegs
þroska, verður að gera sér grein fyrir, er hin raunverulega
afstaða jarðlíkamans til hins innra manns, og þýðing hans
fyrir alla andlega þroskaviðleitni. Því að þó að maðurinn
sé annað og meira en líkaminn, er líkaminn þýðingarmikill
hluti þeirrar heildar, sem vér köllum mann. Það er algjört
aðalatriði, að líkaminn láti sem bezt að stjórn hins innra
manns, en til þess, að um það geti verið að ræða, verður
líkaminn að vera hreinn og léttur, ómengaður öllu eitri og
óþyngdur af grófum fæðutegundum, sem verka sem eins
konar stjóri við þessa jörð. Þá má það og teljast sannað
mál, að ef menn vilja varðveita fulla heilbrigði líkamans,