Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 16
76 HEILSUVERND í efnið, ef svo mætti segja, lengra og lengra burt frá ein- ingu andans, frá friði og frelsi óháðrar vitundar, og á þess- ari leið er mikið um ástríður, girndir, glaum og hávaða, baráttu, þrautir og þrengingar. Það sem segja má, að ein- kenni yfirleitt þessa leið, er yfirráð efnisins yfir andanum. Á þessari leið er dýrafæða, svo sem að líkum lætur, hin eðlilega fæða, og hámarkinu þar er náð, þegar mennirnir éta sjálfa sig (mannæturnar). Dýrafæða er yfirleitt út- leiöarfœða, þó að margir menn, sem áreiðanlega eru komn- ir eitthvað áleiðis á innleiðinni, kjósi eða verði af einhverj- um ástæðum að lifa á slíkri fæðu. Því er það, að þó að því fari fjarri, að ég telji að matarræði sé algjört aðal- atriði, þegar um andlega þroskaviðleitni er að ræða, getur það þó ekki farið á milli mála, að þeir, sem hafa kosið sér jurtafæðuna, hafa þar valið sér betra og auðveldara hlutskipti. Á því leikur enginn efi, að auðveldara er að stjórna líkama, sem nærður hefur verið að staðaldri á gróðurfæðu, ef rétt er lifað að öðru leyti. Það getur því talizt til þess, sem ef til vill mætti nefna andlega hagfræði eða hentistefnu, að taka jurtafæðu fram yfir dýrafæðu. Á „vegi helgunarinnar", sem svo er nefndur, er slæm heilsa talin til hindrana, og víst er um það, að ólund og jafnvel marga meiri háttar skapbresti og yfirsjónir má oft rekja til miður góðrar líkamslíðunar. Hversu margir munu þeir t. d. ekki vera, sem flýja á náðir áfengis og annarra eiturlyfja vegna þess, að þeir eru illa á sig komnir líkam- lega? Það er því næsta lítil andleg hagfræði í því, að hirða lítið eða ekki neitt um það, hvort sú fæða, sem neytt er, er holl eða óholl, og þar sem það hlýtur að teljast sannað, að rétt samsett jurtafæða er öllum mönnum hollari, þegar til lengdar lætur, en dýrafæðan, verður það hið mesta glapræði að hafna jurtafæðunni. Menn mega ekki láta það blekkja sig, að margir, sem lifa eingöngu á dýrafæðu, geta notið sæmilegrar heilsu um nokkurt skeið, ef þeir lifa nokk- urn veginn skynsamlega að öðru leyti. Líkaminn getur, eins og vér vitum, samlagað sig jafnvel hinni erfiðustu að-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.