Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 30
90
HEILSUVERND
skal jafnframt tekið fram, að allt starfsliðið fékk óskipt
hrós og átti það skilið.
1 fyrra var Sigurlaug ungfrú, en nú er hún ung frú — í
tveim orðum. Og sú breyting olli því, að hún gat ekki veitt
Hressingarheimili N.L.F.I. forstöðu í sumar, þar eð hún
varð eðlilega fremur að sinna heimili og nýfengnum erf-
ingja, sem Heilsuvernd óskar heilbrigði og hamingju.
En þótt frú Sigurlaug geti ekki lengur starfað á vegum
N. L. F. I., er vonandi, að hún geti látið sem flesta njóta
kunnáttu sinnar áfram, því að gegnum eldhúsið ekki sizt
liggur vegurinn til heilbrigði eða vanheilsu, svo að á mikiu
veltur, að húsmæður framtíðarinnar njóti góðrar leiðsögu
um villigötur matreiðslunnar. Og þar munu ekki margar
ratvísari en frú Sigurlaug, sem sameinar í matreiðslunni
heilnæmi og bragðgæði. M. M. Sk.
Hér fylgja nokkrar uppskriftir, sem frú Sigurlaug góð-
fúslega lét Heilsuvernd í té:
H VÍTKÁLSJAFNIN GUR.
Vi ltr. mjólk, 100 gr. smjörlíki, 100 gr. heilhveiti, 200 gr.
hvítkál.
Mjólkin hituð, smjörlíkið linað i skál, hveitið hrært út í, látið
í mjólkina þegar sýður, hvitkálið þá í, soðið í 5 mínútur.
GULRÓFNASALAT.
Rifnar gulrætur, rúsínur, sítrónusafi og svolitið af púðursykri.
Öllu blandað saman, borðað strax.
GRÆNKÁLSSALAT.
Saxað grænkál, smátt mulin þurrkuð epli, sem lögð hafa verið
i bleyti, rúsínur, söxuð steinselja, púöursykur. Öllu blandað i
þeytta súrmjólk, sett í skál skreytt með tómötum.
KARTÖFLUBOLLUR.
250 gr. kartöflur soðnar með hýði, 100 gr. blaðlaukur, 2 tsk.
kartöflumjöl, 1 egg. Vítamonkraftur.
Kartöfiurnar og graslaukurinn saxað og látið í skál, kartöflu-
mjölið og eggið hrært út í. Mótað i bollur, brúnaö ljósbrúnt á
pönnu. Borðað með hvitkálsjafningi.