Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 8
68 HEILSUVERND hvíta hveitisins og hvíta sykursins um allmörg ár og lagt niður neyzlu sauðamjólkur og afurða hennar. Það eru um 60 ár síðan ég komst í kynni við læknis- fræðina. Og þegar ég útskrifaðist um aldamótin, hafði ég aldrei séð botnlangabólgu. Og Guðmundur próf. Magnús- son fullyrti, að sykursýki væri ekki til meðal Islendinga, sem hér hefðu fæðzt og uppalizt. Nú er sykursýkin orðin talsvert algengur sjúkdómur og fer vaxandi. Magasár var fátítt fyrir aldamót. Nú er það orðið hræðilegur kvilli og fer hratt vaxandi. Sama er að segja um tannveikina. Nú er það orðið fágætt að hitta mann með heilar tennur, og þann- ig er það um hrörnunarsjúkdóma. Orsakirnar eru ekki tvíræðar. Hvíta hveitið, hvíti sykurinn og hvítu hrísgrjónin hafa undanfarna áratugi verið stór og vaxandi liður í fæði almennings. Og þessar fæðutegundir hafa án efa valdið æ g i 1 e g u heilsutjóni og er sennilega helztu orsakavald- ar krabbameins vegna kyrrstöðu í þörmunum, en hún veld- ur rotnun, sem berst með blóðinu um allan líkamann. En krabbameinið er fyrst og fremst blóðsjúkdómur. Þessar fæðutegundir eru gjörsneyddar lifandi fæðuefn- um, fjörefnum, steinefnum og grófefnum, sem líkamanum eru nauðsynleg. Það er því engin furða, þótt þessi dauða fæða valdi veiklun og ýmiss konar truflunum í líkamanum. Hitt væri furðulegt, ef hún gerði það ekki, þar sem hana skortir þau efni, sem líkamanum eru nauðsynleg til heil- brigði og hreysti. Það þarf ekki læknislærða menn til að skilja þetta. Þetta skilur og veit hver hugsandi maður. Orku sólar, sem viðheldur öllu lífi, þarf að gæta í fæð- unni. Þegar við neytum lifandi jurta, draga meltingarfær- in geislamagn sólarinnar úr fæðunni, og með blóðinu flytzt það til hverrar frumu líkamans, eykur lífmagn hverrar frumu og mótstöðuafl gegn sjúkdómum og veitir okkur vellíðan og fyllir okkur starfsorku og starfslöngun um langan aldur. Öll heilbrigði er undir því komin, að blóðið sé hreint. En hreint blóð er undir því komið, að neytt sé réttrar fæðu.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.