Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 7

Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 7
HEILSUVERND 67 Háskólalæknisfræðin hefur á reiðum höndum sýklaeyð- andi lyf: penisillin, súlfalyf og strephtomycin, sem öll eru eiturlyf, er drepa í bili sýkla í líkamanum, en draga jafn- framt allmikið úr lífstápi manna, enda eru menn oft lengi að ná sér eftir notkun þeirra og eftirköstin stundum óbætanleg. Enginn hugsandi maður kemst hjá því að spyrja, hvernig á því stendur, að vestrænar þjóðir, sem eru allra þjóða bezt menntaðar, skuli jafnframt vera allra þjóða kviliasam- astar, og það svo, að erfitt er að finna fullkomlega heilbrigða menn þeirra á meðal. Vísindalegar rannsóknir, hinar svo- kölluðu „Porham“-rannsóknir, hafa sýnt, að 91 af hverju hundraði manna eru sjúkir, þótt margir geri sér ekki grein fyrir því. Sjúkdómseinkennin er helzt að finna í sjúklegum breytingum í háræðum. Þegar farsóttir ganga, ræður fæðan miklu um, hve þungt þær leggjast á menn. Innflúensan mikla 1917—18 lagðist afarþungt á menn hér í Reykjavík. En á þeim stöð- um, þar sem fólk hafði heldur krappan kost, lagðist hún létt á menn og sérstaklega þá, sem voru algjörlega jurta- neytendur. Hinn kunni danski læknir, Hindhede, hafði þá á hendi matvælaskömmtun í Danmörku. Lét hann slátra % af svínastofni landsins og % af nautpeningi. Kjötið var að mestu sent til Þýzkalands, svo að kjötneyzla Dana var mjög lítil. En kornið, sem þessum búpeningi var ætlað, var notað til manneldis. Var jafnvel búizt við, að kornmat- ur yrði ónógur í landinu og fæðuskortur, og var kornið því drýgt með berki. Innflúensufaraldurinn gekk þá yfir Ðanmörku, en marg- falt vægari en hér á íslandi. Jurtaneytendur sluppu yfirleitt við sjúkdóminn, og dánartala var lægri en nokkru sinni fyrr eða síðar, einmitt þetta ár. Fyrir 75—80 árum voru þeir sjúkdómar, sem þrengja nú hvað mest að þjóðinni, afarfágætir og jafnvel fyrir- fundust ekki. Þeirra verður fyrst vart, er menn höfðu neytt

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.