Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 9
HEILSUVERND
69
Óhætt er áð fullyrða, að dauð fæða skapar ekki hreint
blóð og þar af leiðandi ekki heilbrigði. f dauðri fæðu er
enginn lífsmáttur. Þetta er svo augljóst, að ekki þarf um
að deila eða rökræða. Þetta skilja í raun og veru allir. En
samt er það hin dauða fæða, sem skipar veglegan sess á
flestra borðum. Og það er þessi dauða fæða, sem smám
saman grefur undan heilbrigði, lífsþrótti og lífshamingju.
Það er hin dauða fæða, sem er orðin ein af höfuðplágum
hins vestræna heims.
Mannlífið hefur þroskazt á óralöngu tímabili frá einfrum-
ungs ástandi til samofinnar lífsheildar óteljandi fruma með
einum vilja og einni stefnu í starfi og hugsun þroskaðs
manns, er lifir í samræmi við það lögmál, sem allt líf er háð.
Engin lífvera jarðarinnar hefur fundið upp á því að sjóða
fæðu sína — nema maðurinn. Það er því engin tilviljun, að
hann er kvillasamasta lífvera jarðarinnar. Fyrsta syndafall
mannsins á sviði heilbrigðismálanna verður, er hann fer
að deyða fæðuna með eldhitun. Annað syndafallið, þegar
farið er að fremja það glapræði að svipta kornið hýðinu,
blíkja það og sneyða öllum lífefnum, steinefnum og gróf-
efnum. Á líkan hátt er farið með sykurefni í reyr og rófum,
risgrjón og fleiri tegundir kostaríkrar fæðu, sem af mis-
vitrum eða óprúttnum efnishyggjumönnum er breytt í
skaðvæna fæðu.
Af þessu höfum við íslendingar, sem aðrar vestrænar
þjóðir, fengið að súpa beiskt seyði — og höldum áfram að
súpa, þar til við hverfum af þessari villubraut.
Til viðbótar þeim heilsuspillandi matvælum, sem mokað
er inn í landið, flytjum við inn gamalt og skemmt korn,
sem misst hefur lífskosti sína og má því líka telja til dauðr-
ar fæðu.
Ekkert dýr jarðarinnar mundi þola þessa lífefnasvipt-
ingu fæðunnar. Og eins og komið hefur í Ijós, er maðurinn
þar engin undantekning. Og hér dugar ekkert annað en
fullkomið afturhvarf, „remaking of the man“, eins og hinn
kunni manneldisfræðingur, Alexis Carrel, komst að orði.
Framhald á bls. 70.