Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 14

Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 14
74 HEILSUVERND ekki seiglu eða þol jurtaætanna. Dýrafæðuneytendur geta að vísu afkastað miklu á skömmum tíma, ef þeir eru vel fóðraðir, en þeir kenna fljótt hungurs og þreytu. Jurta- æturnar þola aftur á móti miklu betur langvarandi áreynslu og alls konar harðrétti. Jurtafæða eykur síður ástríður og girndir en dýrafæða. Margir munu kannast við það, að þegar þeir hafa borðað það, sem kallað er góð máltíð kjöts, kenna þeir oft löng- unar í tóbak og jafnvel áfengi, enda er áreiðanlegt, að leyniþræðir liggja á milli þessara hluta. „Ein syndin býður annarri heim“. Það er þess vegna í raun og veru furðulegt, að kristin kirkja og önnur félög, sem vinna vilja að bættu siðferði og mannbótum yfirleitt, skuli ekki fyrir langa löngu hafa beint athygli sinni að mataræði og barist fyrir því, að útrýma grófri og æsandi fæðu, en kenna mönnum að meta hina, sem hefur friðandi og göfgandi áhrif á líkama og sál. En því fer fjarri, að augu siðbótamannanna hafi yfirleitt opnazt fyrir mikilvægi og þýðingu fæðunnar í þessu sambandi, og verður að virða sumum þeirra það til vorkunnar, vegna þess að þá skorti þekkingu, en hvergi nærri á það við um alla. f hinum austrænu fræðum er talað um þrjá höfuðeiginleika alls efnis, og þá auðvitað líka allrar fæðu. Eru þeir nefndir sattva, rajas, og tamas. Samsvara þessir þrír efniseiginleikar hinum þrem eigin- leikum vitundarinnar, en þeir eru nefndir vitsmunir, til- finningar og vilji. ,,Sattva“ táknar samræmi, rétta hrynj- andi, lögmálsbundið starf, frið og gleði, „rajas“ er sama sem orka, óreiða, uppnám, æsing, en tamas táknar þyngd, tregðu, sljóleika, myrkur. I Hávamálum Indialands („Bhajavad Gita“) eru menn flokkaðir eftir því, á hvers kyns fæðu þeir hafa einkum mætur, og segir svo um þetta í 17. kviðu, í 7.—11. versi: „Þá er og fæðan þrenns konar, er menn hafa mætur á. Sama er að segja um fórnir, meinlætalíf og ölmusugjafir. Heyr þú nú hver er greinarmunur ger á þessum hlutum. Sattvamenn hafa mætur á þeirri fæðu, er eykur lífs-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.