Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 15

Heilsuvernd - 01.09.1954, Síða 15
HEILSUVERND 75 magn, orku, fjör, heilbrigði, ánægju og gleði, og er safa- mikil, fitukennd, saðsöm og ljúffeng. Rajasmenn hafa mestar mætur á þeirri fæðu, sem er beisk, súr, sölt, heit, römm, hörð og svíðandi, og veldur sársauka, órósemi og sjúkdómum. En tamasmenn hafa einna mestar mætur á fæðu, sem er uppþornuð, bragðlaus, úldin, morkin, úrgangskennd eða óhrein.“ Augljóst er, að ef þessu er þann veg háttað, ættu menn að geta þekkt sjálfa sig að einhverju leyti á því, hvers kon- ar fæða það er, sem þeir hafa mætur á, og það er einnig algjörlega rökrétt ályktun af þessum staðhæfingum Háva- mála Indíalands, að fæða, sem ákveðin tegund manna vill helzt og hefur mestar mætur á, muni og vera bezt til þess fallin að glæða og örva þau eðliseinkenni, sem hin ákveðna manntegund er auðugust af. Dýrafæða, sérstak- lega kjöt, er „rajas“-kennd, þ. e. a. s. örfandi, æsandi, en einnig að sumu leyti ,,tamas“-kennd, þyngjandi og sljófg- andi, og hentar því illa þeim, sem lifa vilja verulega and- legu lífi, auk þess, sem slík fæða krefst, eins og vér vitum, stöðugra og hryllilegra dýrafórna. Það er að vísu rétt, að lífi verður ekki við haldið nema með lífi. Vér komumst aldrei hjá því að taka eitthvert líf til þess að nærast á. En því hærra sem lífið stendur í stiga þróunarinnar, því alvarlegra fyrirtæki er það að ræna það þeim starfstækj- um eða gerfum, sem því eru ætluð til vaxtar og þroska, og á því lægra stigi, sem lífið stendur, því minni þjáning- ar eru samfara töku þess. Vitund jurtarinnar t. d. er áreið- anlega miklu draumkenndari en vitund dýrsins, og er óhætt að fullyrða, að engin hræðsla, enginn sársauki eða þján- ing sé nauðsynlegur undanfari jurtaáts, eins og þegar um nautn dýrafæðu er að ræða. — f hinum guðspekilegu fræðum er talað um tvö tímabil sama þróunarskeiðsins. Er hið fyrra kallað „involution“ en hið síðara „evolution". „Útleið“ og „innleið“ hefur þetta stundum verið nefnt. Útleiðin stefnir lengra og lengra niður

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.