Heilsuvernd - 01.09.1954, Page 18
78
HEILSUVERND
um leið, — öðrum skilyrðum, sem sum eru miklu mikils
verðari, svo sem ræktun huga og hjarta. Það er vitað t. d.
um Adolf sáluga Hitler, að hann bragðaði ekki kjöt, og
munu flestir sammála um, að æskilegt hefði verið, að hann
hefði jafnvel hámað í sig kjöt og aðra dýrafæðu, en verið
meiri mannvinur en hann var, og yfirleitt meiri maður og
betri. — Og sama mætti vitanlega segja um marga gróður-
neytendur aðra. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að
rétt fæðuval er eitt af höfuðskilyrðum bæði líkamlegrar
og andlegrar heilsu og þroska, og í raun og veru er það ó-
samboðið hugsandi verum, að láta það vera að meira eða
minna leyti óháð vakandi athygli og dómgreind, hvers konar
fæða það er, sem þær neyta. Nú á dögum er mikið um
það hugsað, eins og vera ber, að íbúðarhús manna séu
byggð úr haldgóðu og varanlegu byggingarefni. Manns-
líkaminn er vissulega dýrðlegasta musteri sálarinnar á þess-
ari jörð, og allra mustera þýðingarmest, enda hefur hann
stundum verið nefndur „musteri Guðs“ eða Heilags Anda.
En þegar um þetta musteri musteranna er að ræða, bregð-
ur svo kynlega við, að svo er að sjá, sem mörgum mönnum
þyki það harla litlu skipta, hvers konar byggingarefni því
er valið. 1 þessum efnum hlýtur höfuðreglan að vera sú,
að menn eigi að velja líkömum sínum þá fæðu eina, sem
þeir vita, að er þeim holl og heilsusamleg, án alltof mikils
tillits til smekksins, sem oft er mjög afvegaleiddur og spillt-
ur af röngum lífsvenjum. Þeir menn, sem vinna að því að
auka þekkingu manna á réttu mataræði, eru því þarfir
menn, og eiga annað skilið en ávítur og brýgzl um ofstæki
og kreddur. Annars er þetta ofstækistal stundum heldur
undarlegt og handahófskennt, eftir því sem vindurinn blæs
í það og það skiptið. Maður, sem er algjör bindindismaður
á vín og tóbak, er t. d. stundum kallaður ofstækismaður.
En þeir hinir sömu menn, er slíkar nafngiftir hafa á reið-
um höndum, sjá ekkert ofstæki í því að vilja halda dauða-
haldi í áfengi og tóbak, hvað sem öllu öðru líður en eigin-
girni þeirra sjálfra! Þeir, sem kalla gróðurneytendur of-