Heilsuvernd - 01.09.1954, Qupperneq 19
HEILSUVERND
79
stækismenn, virðast ekki sjá neitt ofstæki í því að geta ekki
hugsað sér að hætta við dýrafæðuna, aðeins af því að hún
kitlar bragðtaugarnar! Og þannig mætti lengi telja. En þá
væri illt í efni, ef samkvæmni, viljafesta og heilindi væru
alltaf sama sem ofstæki, þó að þetta allt geti auðvitað
tekið á sig ýmsar afkáralegar myndir og öfgakenndar. Frá
mínu sjónarmiði er ofstæki fyrst og fremst fólgið í því að
vilja þröngva öðrum til þess að haga sér eftir ákveðnum
kenningum og skoðunum, og í för með slikri drottnunar-
girni er venjulega meira eða minna ofsafenginn málflutn-
ingur og óþolinmæði eða skortur á biðlund. Ofstækismað-
urinn kann ekki tökin á því að bíða eftir því að aðrir menn
sannfærist, annað hvort fyrir mátt réttra raka eða þá fyrir
eigin reynslu. Honum er það fyrir öllu að sigra skoðana-
andstæðing sinn, jafnvel hvernig sem sigurinn er fenginn.
— I ákveðnum dulfræðiskólum í fornöld voru nemendurnir
látnir hlýða á fyrirlestra um ákveðin efni. Einn daginn
hlýddu þeir á fyrirlestur t. d. um ódauðleika sálarinnar.
Þar var teflt fram öllum mögulegum rökum og sönnunum
fyrir framhaldslífinu, svo að áheyrendurnir komust varla
undan því að sannfærast um ódauðleika mannssálarinnar.
En næsta dag voru þeir látnir hlýða á fyrirlesara, sem hélt
fram algjörlega gagnstæðum skoðunum. Hann leiddi rök
að því, að öllu væri lokið með líkamsdauðanum, og ekkert
framhaldslíf væri til. — Hvað áttu nú vesalings lærisvein-
arnir að hugsa eða gera? Áttu þeir að trúa fyrri ræðu-
manninum og stælast og styrkjast í trú sinni á framhalds-
lífið, eða áttu þeir að vera á sama máli og síðasti ræðu-
maður, eins og stundum er komizt að orði? — Eða áttu
þeir að leggja árar í bát og gefast upp við að komast að
nokkurri niðurstöðu? Nei! Þeir áttu að vega og meta rök
beggja ræðumannanna, og draga sjálfstæðar ályktanir af.
Þeir áttu að brýna dómgreind sína til hins ýtrasta, skerpa
skilning sinn á því að glíma við rök og gagnrök, vinna úr
öllu saman á hlutlægan hátt og skapa sér ákveðna skoðun
Framhald á hls. 87.