Heilsuvernd - 01.09.1954, Side 23
HEILSUVERND
83
AGÚRKUR
eru taldar vera ákaflega hollar. Þær eru blóðhreinsandi og eiga
að vera góðar gegn sykursýki. í Egyptalandi til forna var gúrkan
í hávegum höfð vegna yngjandi áhrifa á húðina.
9 hlutar gúrkusafa og 1 hluti olivuolíu lirist saman er talið
gott gegn exemi.
BLÓMKÁL
ræktuðu Rómverjar til forna, en á Norðurlöndum mun það ekki
hafa breiðzt út, fyrr en um miðja síðustu öld.
BLÁBER
vaxa um alla Evrópu. Te af hláberjablöðum er notað gegn sykur-
sýki og vatnssýki. 10 g. hlöð í % 1. vatn.
GRÆNKÁL
er talið hafa verið ræktað hvað lengst allra káltegunda, og svipar
því mest til villikálsins, sem hinar ræktuðu kálteg. eru taldar
vera afbrigði af.
Grænkálið vex þannig, að ljós og loft leikur um hvert blað,
enda er grænkálið talið öðrum kálteg. auðugra af fjörefnum og
næringargildi, jafnvel betra en kartaflan.
Það þolir mikið frost. Og sé það verndað gegn vindi og snjó,
stendur það langt fram á vetur.
Grænkál ættu allir, sem geta, að rækta og nota mikið. — Er
sérstaklega járnauðugt.
GULRÆTUR
eru ungum og öldnum afar mikilvægar til næringar. Þær eru auð-
ugar af „Carotin", sem er einn bezti A-fjörefnisgjafi. En A-fjör-
efnið eykur mótstöðuafl gegn sjúkdómum, t. d. sjúkdómum í
slímliúð öndunar- og meltingarfæra. Er nauðsynlegt börnum til
vaxtar og þroska svo og kirtlastarfsemi líkamans.
Gulrætur geymast vel í kössum með þurrum sandi milli laga.
HVÍ TKÁL.
Allt frá fornöld hefir verið mikil trú á hollustugildi hvítkáls
Hindhede, hinn þekkti danski læknir, hélt því fram, að berkla-
bakterían dræpist, ef hún kæmist í snertingu við lirátt, saxað
jhvítkál. Hefir það síðar verið staðfest.
Nú er farið að nota hvítkálssafa til að lækna magasár. Er sagt
að sárin grói mjög fljótt. í safanum er mikið magn af næringar-
efni, sem ekki hefir tekizt að efnagreina, en kallað er U-fjörefni.