Heilsuvernd - 01.09.1954, Blaðsíða 25
HEILSUVERND
85
fersku vatni. Tilraunatímann unnu þeir að gatnagerð og oft í mikl-
um kulda og vætu, en enginn þeirra kvefaðist, hinum sjúku hafði
batnað, og allir voru vel á sig komnir við iok tilraunarinnar.
Ágæti kartöflunnar og kartöflusoðsins gegn gigt þekkja margir.
Og hráar kartöflur eru taldar mikilvæg vörn gegn tannskemmdum.
Mörgum finnst hrá kartafla bragðslæm. En sneiði maður kart-
öflu ofan á brauð með öðru áleggi, liður ekki á löngu, þar til
maður getur með beztu lyst nagað þær eins og epli.
Venja ætti hvert barn á hráar kartöflur. Og við, sem slitið höfum
barnaskónum, ættum einnig að neyta, þótt ekki væri nema einnar
hrárrar kartöflu daglega.
Kartaflna ber að neyta með hýðinu, sé það ekki sýkt. í hýð-
inu og undir þvi eru mikilvæg næringarefni.
Soð af kartöflum og grænmeti ber alltaf að nota. Margir hafa
á síðustu árum horfið að gufusuðu og þurrsuðu, þar eð þannig
soðin heldur fæðan betur bragðgæðum og næringarefnum.
H R E Ð K U R (radísur)
eru ættaðar austan úr Asíu. Og það er ekki fyrr en á 16. öld að
getið er um hreðkuræktun.
Hreðkan er auðug af jarðefnum. Talið er að hún virki sérstak-
lega á gall og lifur og vinni gegn steinmyndunum.
Hreðkur er mjög auðvelt að rækta.
Hreðkublöðin, sem margir henda, hafa 5 sinnum meira c-fjör-
efnismagn en sjálf hreðkan eða rótin.
RAUÐRÓFUR
eru taldar hafa mikið næringargildi, auk þess sem þær eiga að
vera bæði blóðhreinsandi og blóðaukandi. Einnig eru þær af sum-
um taldar góðar gegn ofkælingu og inflúensu. Rauðrófusafi hefir
frá gamalli tið verið þekktur sem gott meðal við exemi og fleiri
húðsjúkdómum.
Rauðrófukál er mjög C-fjörefnaauðugt.
S A L A T
liefir lengi verið notað til ætis. Talið er að það hafi verið á borðum
persneskra konunga 400 árum f. Kr., og það hefir verið ræktað i
yfir 2000 ár. En heimkynni þess er talið vera suður við Mið-
jarðarhaf. — Salatið er talið vera mjög styrkjandi.
í grænu salati er mikið af E-fjörefni. Af salati er fjöldi afbrigða.