Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 11
Efnaskortur
Það er ekki fyrr en á 17. öld, að menn fará að gera sér greini-
legar hugmyndir um Skort næringarefna í viðurværinu. Þetta
kemur í ljós í sambandi við auknar siglingar um heimshöfin mán-
uðum Sáman án Viðkomu í höfn. í skemmri siglingum, allt að
þremur mánuðUm, fluttu menn með sér lifandi dýr og fengu
þannig nýmeti endrum og eins. Eftir það var ekki nema um
gamlan mat að ræða, því að fisk var ekki að fá úr sjó nema á
landgrunni. Og þá fóru vöntunarsjúkdómar að scgja til sín, fyrst
og fremst sá sjúkdómur, sem síðar hlaut heitið skyrbjúgur og
olli geysilegum usla og manndauða. En menn komust fljótt á
snoðir um það, að ef hægt var að komast að landi og afla sér
grænmetis eða ávaxta, mátti verjast því, að fleiri sýktust og
jafnvel lækna þá, sem voru ekki of langt leiddir. Væri ékki hægt
að ná í grænmeti og ávexti, fleygðu sjúklingarnir sér á jörðina
og rifu í sig gras og jafnvel mold. Oft bar það Við, er skipshafnir
náðu landi í því skyni að afla sér nýrrar fæðu, að þær urðu fyrir
árásum heimamanna, sem héldu, að þarna væru ræningjar á ferð
og strádrápu þá, og þau urðu einmitt endalok Magellans eftir hina
sögufrægu hnattsiglingu hans gegnum Magellansund árið 1521.
• 1'í> ' : •.■■■■ • :•«. '• •,/•■.. T
Fjörefni
Löngu síðar kom til sögunnar annar vöntunarsjúkdómur, beri-
beri, þegar farið var að afhýða og fægja hrísgrjón og neyta þeirra
í stað hýðishrísgrjónanna. Þessi sjúkdómur, sem áður var óþekkt-
ur, kom fram þar sem aðalfæða fólksins var hrísgrjón, eins og í
Kína. Það kom í ljós, að þesSi Sjúkdómur læknaðist, ef sjúklingarnir
fengu hrísgrjónahýði, áður en þeir voru of langt leiddir, en lengi
vel vissu menn ekki, hvaða efni það voru, sem þarna áttu hlut
að máli. Það eitt var vitað, að þau var að finna í hýði hrísgrjóna
og annarra korntegunda. En eigi að síður var ekki amazt við því,
að menn legðu sér til munns í stórum stíl og vaxandi mæli hvítt
hveiti.
Með efnarannsóknum uppgötvuðu menn, hvaða efni það voru,
sem vörðu menn gegn skyrbjúgi og beri-beri. Þeim voru gefin
heitin C-fjörefni og B-fjörefni, nánar tiltekið Bl-fjörefni, og
HÉILSÚVERND 10 (