Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 17
sé aðalfæða okkar Islendinga, eru mjög á villigötum. Þessar fæðu- tegundir eru aðeins um 15% af allri fæðutekju íslendinga. Nær sanni væri að tala um mjólk sem aðalfæðu okkar, og það er rétt að því er varðar innlendar matvörur, því að mjólk og mjólkur- afurðir nema um 20% af fæðutekjunni. En hver er þá aðalfæða okkar? Því er fljótsvarað: Sykur 20% og hvítt hveiti 20%. M.ö.o. eru sykur og hveiti um 40% eða 2/5 hlutar af öllu því, sem ís- lenzka þjóðin leggur sér til munns. Og allt er þetta reiknað eftir hitaeiningamagni fæðunnar. Hvítt hveiti og sykur eru einhæfustu fæðutegundir, sem á matborð okkar koma og valda meiri heilsu- spjöllum en menn gera sér ljóst. Gegn þessum meinvættum heil- brigðs lífs barðist Jónas Kristjánsson af alefli, og fyrsta bókin. sem Náttúrulækningafélag íslands gaf út, var einmitt „Sann- leikurinn um hvíta sykurinn“ eftir Are Waerland. 3. Það er næsta eðlilegt, að þeir sem koma í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og að matborði þess, líti svo á, að náttúrulækninga- stefnan gangi aðallega út á það að bannfæra kjöt og fisk. En það er hinn mesti misskilningur. Sjálfur Are Waerland segir þannig í bók sinni „Matur og megin“: „Það er hægt að halda góðri heilsu og ná háum aldri þótt lifað sé á kjöti, ef menn aðeins neita sér um kaffi, hvítasykur og hvítt brauð. En jafnskjótt og menn taka að neyta þessara fjörefna -og málmsaltasnauðu fæðutegunda er fótunum kippt undan heilbrigðinni.“ Á matborði heilsuhælisins taka allir eftir því, að þar er ekki kjöt eða fisk að finna og draga af því þá ályktun, að þessar fæðu- tegundir séu skaðlegustu matvælin í augum náttúrulækninga- manna. Hitt vekur enga sérstaka athygli, að hvítur sykur og hvítt brauð kemur þar aldrei á borð, heldur ekki salt eða annað venju- legt krydd, og ekki heldur niðursuðuvörur, sem jafnast ekki á við nýjan mat hvað hollustu snertir. Þá vita fáir, að grænmetið, sem mikinn hluta ársins kemur nýtt úr gróðurhúsum og görðum hælisins, er ræktað með lífrænum áburði án gerviáburðar og eitraðra varnarlyfja, sem víðast þarf að nota gegn sjúkdómum í matjurtum. Og loks er mjólk og mjólkurmatur á borðum á öllum matmálstímum. Allur brauðmatur og grautar eru úr ný- möluðu korni, þar með talinn hafragrauturinn. HEILSUVERND 113

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.