Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 12
síðar fannst efnafræðileg samsetning þeirra, og var þá farið að framleiða þau í rannsóknarstofum og þeim gefin efnafræðileg nöfn. Þannig var C-fjörefnið kallað askorbínsýra og B-fjörefnið tíamín. Smámsaman fundu menn, að ýmsir sjúkdómar aðrir, svo sem beinkröm og viss tegund augnsjúkdóma stöfuðu af skorti efna, sem m.a. var að finna í lýsi og hlutu heitin A- og D-f jörefni, og á sama hátt kom í ljós, að í fæðunni er heil hersing fjörefna sem eru líkamanum nauðsynleg, ef hann á ekki að sýkjast. Þau voru í fyrstu táknuð með bókstöfum, en fengu svo líka vísindaleg heiti, þegar efnafræðiformúlur þeirra urðu kunnar. Steinefnin Jafnframt þessu varð uppvíst, að í matvælum er fjöldi stein- efna, í mjög litlu magni, svokólluð „snefilefni", sem hafa engu minni þýðingu fyrir líkamann en aðalsteinefnin, eins og kalk, fosfór, járn o.fl. Meðal snefilefnanna eru sínk, kóbalt, flúor og kopar. Sum þeirra eru sterk eiturefni, séu þau tekin inn í hreinu formi, nema þá í mjög litlu magni. Sem dæmi má nefna flúor, sem er nauðsynlegur til myndunar tannglerungs. Sé meira en 1 milligramm flúors í einum lítra neyzluvatns, er það talið var- hugavert. Það er hann, sem veldur „gaddi“x í búpeningi. Þá hafa menn fundið, að hæfilegur gerlagróður í jarðveginum er nauðsynlegt skilyrði þess, að plönturnar geti nýtt steinefni og önnur næringarefni moldarinnar. Það er því ekki nægjanlegt að sjá jurtunum fyrir áburðarefnum, heldur þarf einnig að búa gerlunum í gróðurmoldinni lífvænleg skilyrði. (Lauslega þýtt úr grein í La Vie Claire eftir C. Louis Kervan) *) Gaddur er sjúkdómur í tönnum og kjálkum; hefir fundizt hér á landi eftir eldgos og öskufall. — Hitstj. 108 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.