Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 21
enda skýrt ítarlega frá umræðum, sem þar urðu um félagsmál, en
hann var sjálfur ritari á þeim fundi.
Björn L. Jónsson flutti erindi um sinadrætti og fót- og hand-
kulda og svaraði fyrispurnum. Erindið var birt í síðasta hefti
Heilsuverndar. Að því loknu urðu langar umræður um félagsmál;
snerust þær aðallega um fyrirætlanir NLFl um stofnun bama-
heimilis í Sogni og voru um það skiptar skoðanir.
Flygill Heilsuhælis NLFÍ
Heilsuhæli NLFÍ hefir eignazt lítinn flygil, sem er hið bezta
hljóðfæri, og stendur hann í hinum nýja samkomusal hælisins. Skúli
Halldórsson tónskáld var með í ráðum um val flygilsins, og fimmtu-
daginn 2. júní 1972 kom Skúli til að vígja hann ásamt Magnúsi
Jónssyni óperusöngvara.
Björn L. Jónsson yfirlæknir bauð hina vinsælu listamenn vel-
komna, og síðan settist Skúli að hljóðfærinu og lék tónverk eftir
Schubert og Chopin. Þá söng Magnús nokkur lög, innlend og er-
lend, með undirleik Skúla, sem lék svo að lokum verk eftir Mozart
og frumsamið lag að auki. Frú Amheiður Jónsdóttir, forseti
NLFÍ .þakkaði listamönnunum með nokkrum orðum og færði
þeim blómvendi.
Viðstaddir hljómleikana voru, auk dvalargesta og starfsfólks
hælisins, stjóm NLFÍ og nokkrir aðrir gestir. Samkomusalurinn
var fullskipaður þakklátum áheyrendum, sem lengi munu minnast
þessarar ánægjulegu kvöldstundar.
HVAÐ ER MENNING?
Menningin er gljái, sem þvæst af með áfengi.
HEILSUVERND
117