Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 14
að koma einu sinni eða tvisvar á dag, sjálfkrafa og án þess að
nauðsynlegt sé að rembast. Sumir fá brjóstsviða í byrjun, en
flestir losna við hann eftir hálfan mánuð, og er því engin ástæða
til að gefast upp vegna þeirra byrjunaróþæginda. Þetta ráð kemur
ekki að tilætluðum notum, ef sjúkdómurinn er á háu stigi eða ef
hægatregðan stafar af þrengslum eða æxlum í ristlinum. Þá getur
þurft að grípa til skurðaðgerða.
Hexachlorophen
Hexachlorophen er nafn á sótthreinsandi efni, sem um langt
skeið hefir verið notað af læknum og hjúkrunarfólki, enda talið
næsta meinlaust öðrum en bakteríum. 1 þeirri trú hefir þessu efni
verið blandað í margvíslegar hreinlætis- og snyrtivörur, og er
talið, að slíkar vörur skipti hundruðum á almennum markaði.
Má þar nefna sápur, hárþvottaefni, fótaduft, þvottalög fyrir
ungbörn, hreinsunarefni, munnskolunarvötn, tannsápur, sólarolíur,
lykteyðandi vökva og brunasmyrsl. Einnig hefir það verið notað
við meðferð aldina og grænmetis.
Nú hefir komið í ljós, að hexachlorophen getur valdið margs-
konar sjúklegum einkennum, sumum næsta alvarlegum, svo sem
krömpum hjá nýfæddum börnum. Það hefir valdið heilaskemmd-
um í rottum við tilraunir. Notkun þess á brunasár á börnum og
fullorðnum hefir reynzt lífshættuleg. Það getur auðveldlega gengið
inn um húð, og menn hafa vitað, að það veldur eitrunareinkennum,
ef þess er neytt eða því dælt inn í líkamann. Það er talið hafa
valdið húðsjúkdómum og ofnæmiseinkennum við notkun í sápum
eða til lyktareyðingar undir höndum. Því miður er þess yfirleitt
ekki getið, hvort þessar vörur innihalda hexachlorophen eða hvern-
ig þær eru samsettar. (Úr Let's Live)
110
HEILSUVERNO