Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 16
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR
Innlend matvæli og náttúru-
lækningastefnan
Þess verður stundum vart, að menn hafi horn í síðu náttúru-
lækningastefnunnar fyrir það að hún varar við neyzlu kjöts og
fisks og vinni á þann hátt gegn hagsmunum tveggja aðalatvinnu-
vega þjóðarinnar. Einkum virðast sumir bændur taka sér þetta
nærri og telja þessa stefnu þjóðhættulega. Hér á eftir fara nokkrar
skýringar varðandi þessi mál.
1. Fyrst er því til að svara, að þegar menn eins og Jónas
læknir Kristjánsson og Are Waerland voru að flytja mönnum
skoðanir sínar um heilbrigðishætti og heilnæmt mataræði, þá
sögðu þeir tilheyrendum sínum og lesendum það sem þeir töldu
sannast og réttast í þessum efnum, kost og löst á hverju einu,
alveg án tillits til þess, hverjir kynnu að skaðast eða hagnast, eí
breytt væri eftir kenningum þeirra. Allar breytingar á lifnaðar-
háttum, hvort sem þær miða til bóta eða ekki, hljóta að hafa
einhver áhrif á hagsmuni einhverra einstaklinga, jafnvel heilla
stétta ýmist til tjóns eða ábata. Og öll umbótaviðleitni væri fyrir-
fram dauðadæmd, ef formælendur hennar ættu að halda sér
saman af ótta við að valda einhverjum fjárhagslegu tjóni.
2. Þá skal vakin athygli á því, að enda þótt formælendur
náttúrulækningastefnunnar telji, að maðurinn sé frá skaparans
hendi ekki kjöt- eða fiskæta, fremur en bróðir hans apinn — og
í því sambandi má þess geta, þótt hér verði ekki farið út í frekari
rök þessari skoðun til stuðnings, að maðurinn gerðist ekki kjötæta
fyrr en eftir að eldurinn fannst — og að honum sé það fyrir beztu
að neyta hvorki kjöts né fisks, þá er kjöt- og fiskneyzla ekki aðal-
gallinn á mataræði okkar íslendinga og annarra menningarþjóða,
heldur sykur- og hveitineyzlan. Þeir sem halda, að kjöt og fiskur
112
HEILSUVERND