Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 5

Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 5
ÚTGÁFA: Náttúrulækningafélag íslands. RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐ: Kolbrtin Sveinsdóttir. RITNEFND: Kolbrún Sveinsdóttir og Regína Stefnisdóttir. ÚTLIT OG UMBROT: Kolbrún Sveinsdóttir. AUGLÝSINGAR: Björg Stefánsdóttir. PRÓFÖRK: Eiríkur Þormóðsson. MYNDIR: Bonni (Björn Torfi Hauksson). FILMUVINNA OG SKEYTING: Prentmyndastofan. PRENTUN: Prenttækni. DREIFING í REYKJAVÍK: Ævar Guðmundsson, sími: 985-23334. Skrifstofa Náttúrulækningafélagsins, Heilsuverndar og Heilsuskóla NLFÍ er á Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. ÁSKRIFTARSÍMI: 91 16371. STJÓRN NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS: Gunnlaugur K. Jónsson forseti, Vilhjálmur Ingi Árnason varaforseti, Regína Stefnisdóttir, Friðgeir Ingimundarson. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Kolbrún Sveinsdóttir. FRÁ RITSTJÓRA Á undanförnum árum hefur blaðið verið að stækka jafnt og þétt og stækkar nú enn með þessu tölublaði. Ástæðan er sú að blaðið hefur stöðugt verið að vinna á og nú hafa bæst við mjög margir nýir áskrifendur frá áramótum. Það kann að koma á óvart að mitt í öllu krepputalinu skulum við vera að stækka við okkur. En það er svo sannarlega engin kreppa í þeim málefnum er varða heilsu, þvert á móti hefur verið útþensla hjá Náttúrulækningafélaginu hin síðari ár og er Heilsuskóli NLFÍ gott dæmi um það, en á liðnu ári hefur hann verið að vinna sér fastan sess með fjölbreyttu námskeiðahaldi. Við segjum nánar frá starfsemi skólans hér í blaðinu. Það er ánægjulegt til þess að vita að fólk skuli ekki byrja sparnaðinn á eigin heilsu þegar kreppir að. Ekki er ólíklegt að aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðismálum séu kveikja að aukinni meðvitund manna um fyrirbyggjandi aðgerðir í sambandi við heilsufar. Þær aðgerðir hafa vakið menn til umhugsunar urn að það er ekki á neinn nema sjálfan sig að treysta þegar heilsan er annars vegar. Með aukinni meðvitund vaknar líka áhugi fyrir starfi þeirra sem hafa þor til þess að leita nýrra leiða í lækningum eins og t.d. Ævar Jóhannesson. Þessi lítilláti vísindamaður vinnur mikið starf í leit sinni að hjálp fyrir sjúka og ekki síst fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein. Síminn hjá Ævari hringir stöðugt, seint og snemma, jafnt í vinnu sem á heimilinu og hann reynir að veita öllum liðsinni og tekur hann þó enga greiðslu fyrir. Ævari hefur orðið vel ágengt og margir binda nú vonir við seyði það sem hann gerir úr lúpínunni. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda og hefur verið gaman að undirbúa það en mér er engin launung á að skemmtilegasti hluti þeirrar vinnu var að fá að kynnast Huldu Sigurðardóttur jógaleiðbeinanda. Hulda býr yfir visku og ró sem getur fylgt efri árunum en um leið er hún vökul og kvik sem í blóma lífsins væri. Ég býst við að flestir kvíði því að eldast en ef við verðum svo lánsöm að geta farið í fötin hennar Huldu þarf ellin ekki að vera neitt kvíðaefni. Með sumarkveðju, 5

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.