Feykir


Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 9

Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 9
48/2020 9 Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 Sauðárkróki Sími 455 4600 www.ks.is Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sjáumst hress og kát á nýju ári. Jólakveðja frá KS Hofsósi HOFSÓSI Brunborg30) og settist að í Noregi. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Guðrún mikið á Íslandi, en sonur hennar Olav31) hafði verið í andspyrnuhreyfingunni og látist í fangabúðum nasista. Með kvikmyndasýningunum á Íslandi safnaði hún í sjóð til minningar um son sinn handa íslenskum námsmönnum í Noregi og norskum námsmönnum á Íslandi. Fyrir störf sín fékk hún bæði fálkaorðuna og orðu frá Ólafi Noregskonungi. Hvítasunnumenn voru með söfnuð á Sauðárkróki en komu stundum í Hofsós og héldu samkomur í barnaskólanum til að reyna að kristna hina heiðnu Hofsósinga. Bar það takmarkaðan árangur. Sigurður á Egg32) stóð með Biblíuna í skjálfandi höndum og hrópaði „Ég var syndari“ titrandi röddu, en hann hafði frelsast á fullorðinsaldri. Svavar Guðmundsson33) var áheyrilegri með sinni tæru tenórrödd og eigin undirspili á rafmagnsorgel. Minnisstæðastur var þó Daníel Glad34) sem kom akandi af Króknum í sínum Volkswagen og hélt samkomur fyrir börnin. Við héldum að Daníel hefði fengið viðurnefnið Glað af því að hann var alltaf svo glaður. Það var þó ekki. Ég hitti Daníel síðar á æfinni og komst að því að hann var frá Finnlandi og er ættarnafnið Glad vel þekkt meðal sænskumælandi Finna. Því var það að Daníel söng með sænskum hreim „Hver hefur skapað fuglarna, fuglarna, fuglarna?“, en ekki fuglana. Sama var að segja um blómin björt, stjörnurnar, mig og þig og kannski eitthvað fleira. Ég veit að jafnaldrar mínir úr Hofsós geta örugglega heyrt í huga sér söng Daníels með finnlandssænska hreimnum um allt sem „gud í himmelen“ skapaði. Daníel var sennilega eitthvað slappur í íslensku tölunum því þegar hann var að selja sínar kristilegu bækur nefndi hann aldrei upphæðina heldur einungis litinn á seðlunum, t.d. einn rauðan og einn bláan. Við látum þetta nægja að sinni þó að sjóðir minninganna um samkomur og skemmtanir í Hofsós æsku minnar séu enn langt frá því tæmdir. Jólatrés- skemmtunin og kvenfélagsböllin með körfuuppboðinu með öðru góðu bíða því betri tíma. Þorrablótsnefndin í stuði að skemmta bæði sér og öðrum. F.v. Trausti Gunnsa, Pétur Tavsen, Bergur Baldvinsson, Guðmundur Kristjánsson (Mummi), Björn Ívarsson (Bassi) og Gísli Kristjánsson. Myndin er í eigu Finns Sigurbjörnssonar. Nafnalisti: 1) Húsið við Suðurbraut 2 í Hofsós. Var áður samkomuhús Hofsósinga. 2) Þorgrímur Hermannsson, (1906-1998), útgerðarmaður, skipstjóri og bátasmiður á Hofsósi. 3) Draugalestin. Sakamálaleikur eftir Arnold Ridley. Sett upp hjá Leikfélagi Hofsóss leikárið 1950-1951, Þorsteinn Hjálmarsson, faðir greinarhöfundar, leikstýrði. 4) Foreldrar Þorsteins, hjónin Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981), símstöðvarstjóri í Hofsós, og Pála Páls- dóttir (1912-1993), kennari í Hofsós. 5) Jón Stefánsson (1894-1964). Bjó í Hvammkoti á Höfðaströnd og síðar í Háaskála í Hofsós. 6) Jóna Sigurbjörg Þórðardóttir, f. 1947, dótturdóttir Jóns. Bjó lengi á Sauðárkróki með manni sínum Kristjáni Arasyni múrarameistara, nú í Reykjavík. 7) Kristján Ingólfsson, (1943-1990). Átti heima í Bræðra- borg í Hofsós. 8) Geirmundur Valtýsson. Gunnlaugur, Gulli, á Geir- mundarstöðum mun hafa verið fyrri til af þeim bræðrum til að stofna hljómsveit og gáfu gárungarnir á Króknum henni nafnið Ferguson þegar til sveita- drengjanna sást þriggja saman á dráttarvél. Geiri kom inn síðar og mynduðu þá bræðurnir, ásamt Jóni á Fosshóli, tríóið. Gulli á harmónikku, Geiri á gítar og Jón á trommur. Þetta varð fyrsta hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem fékk nafnið Rómó og Geiri og er eldri Skagfirðingum í fersku minni. 9) Kjartan Már Ívarsson, f. 1943. Ólst upp í Hofsós, nú í Vestmannaeyjum. 10) Syðsta íbúðarhúsið í Hofsós. Verksmiðjan Stuðlaberg stendur við hlið þess. 11) Nótabáturinn Stalín lá lengi í fjörunni neðan við gamla pakkhúsið í Hofsós, en var að lokum hlutaður sundur og dreginn í hlutum á bálköstinn á gamlárskvöld. 12) Gunnar Baldvinsson (1925-2007). Vörubílstjóri með meiru í Hofsós. 13) Hermann Ragnarsson (1927-1990), sjómaður í Hofsós, kenndur við móður sína, Elínu Hermannsdóttur. 14) Margrét Þorgrímsdóttir f. 1932. Eiginkona Gunnars Baldvinssonar. Býr nú í Vestmannaeyjum. 15) Steinunn Hjálmarsdóttir f. 1951. Frá Hólkoti í Unadal. Býr nú í Reykjavík. 16) Hjálmar Sigmarsson (1919-2019) og Guðrún Hjálm- arsdóttir (1928-2018). Bændur í Hólkoti í Unadal. 17) Óttar Skjóldal f. 1932 og Hugljúf Ragna Pálsdóttir f. 1934, bændur í Enni á Höfðaströnd. 18) Björn Jóhannsson, f. 1943, verkamaður í Hofsós og víðar. Býr í Hofsós. 19) Tómas Þorgrímsson, f. 1939. Býr á Akureyri. 20) Sigurður Björnsson, f. 1940. Var lengi bílstjóri hjá Siglufjarðarleið, síðar sölustjóri hjá Steinullarverk- smiðjunni og útibússtjóri ÁTVR á Sauðárkróki. Býr á Sauðárkróki. 21) Snorri Jónsson (1926-2012). Bjó í Ártúnum, var mjólkurbílstjóri og síðar skólabílstjóri. Bjó síðar á Akranesi. 22) Flóabáturinn Drangur sá um flutninga á eyfirskar og skagfirskar hafnir um árabil. 23) Sölvi Jónsson (1906-1996). Verkamaður, bjó síðast í Skjaldbreið í Hofsós. 24) Skúli Jóhannsson f. 1939. Flutti til Sauðárkróks þar sem hann býr. Tók drjúgan þátt í starfi verkalýðshreyfingarinnar á Króknum. 25) Gísli Sigurðsson á Sleitustöðum (1911-1966), Stofnaði Siglufjarðarleið og gerði það að stórfyrirtæki. 26) Gunnar Salómonsson (1907-1960). Kunnur aflrauna- maður. Kallaði sig Úrsus Íslands. 27) Geirmundur Jónsson (1912-1999). Kaupfélagsstjóri í Hofsós og síðar bankastjóri við Samvinnubankann á Sauðárkróki. 28) Guðmundur Steinsson (1921-1923). Múrari og smiður. Bjó í Birkihlíð í Hofsós. 29) Guðrún Brunborg (1896-1973). Ferðaðist mörg sumur um Ísland og sýndi norskar kvikmyndir til fjáröflunar fyrir umræddan sjóð. 30) Salomon Brunborg (1887-1976), norskur eiginmaður Guðrúnar. 31) Olav var sonur Guðrúnar og Salomons og barðist í andspyrnuhreyfingu Norðmanna gegn Þjóðverjum. 32) Sigurður Þórðarson (1879-1978), bóndi á Egg í Hegranesi, fór til Sauðárkróks 1970. 33) Svavar Guðmundsson (1905-1980), síðast skrifstofu- maður hjá Sauðárkróksbæ. Svavar var söngmaður góður og hefur Sverrir Bergmann væntanlega sína miklu og fallegu rödd frá langafa sínum. 34) Daniel Glad (1927-2015). Sænskumælandi finnskur trúboði Hvítasunnukirkjunnar sem ferðaðist víða um land og spilaði þá gjarnan og söng. Bjó um tíma á Sauðárkróki. Molduxar senda körfuboltamönnum sem og öðrum landsmönnum hlýjar jólakveðjur og ósk um farsælt komandi ár

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.