Feykir


Feykir - 16.12.2020, Side 12

Feykir - 16.12.2020, Side 12
12 48/2020 Brátt hækkar sól AÐSENT | Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð Stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur alltaf verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því einhver tærleiki og fegurð barnæskunnar og barnatrúarinnar. Aðventan er venjulega líf- legur tími hjá okkur flestum. Vinir og fjölskyldur hittast og gera sér glaðan dag og á flestum vinnustöðum er hefð fyrir einhvers konar jólagleði. Árið í ár verður frábrugðið því sem við eigum að venjast vegna baráttunnar við veiruna. Þær skorður sem veiran setur okkur varðandi félagslíf eru vissulega íþyngjandi en eru nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu fólks. Viðbúin bjartari dögum Það er hins vegar ekki aðeins félagslíf okkar sem breytist því fjölmargir, fólk og fyrirtæki, hafa orðið fyrir alvarlegu höggi vegna veirunnar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við því með fjölmörgum aðgerðum til að skapa viðspyrnu fyrir Ísland. Ríkissjóður stóð vel vegna ábyrgrar stjórnunar síðustu ár og getur því betur tekið á sig auknar byrðar tímabundið með skuldsetningu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem síðast voru kynntar eiga að stuðla að öflugri viðspyrnu þegar heimurinn opnast að nýju. Hlutabótaleiðin verður fram- lengd til sumars, atvinnu- leysisbætur hækkaðar, boðið upp á fleiri félagsleg úrræði og boðið upp á sérstaka viðspyrnustyrki sem hafa það að markmiði að þekkingin hverfi ekki úr fyrirtækjunum með uppsögn lykilstarfsfólks, að fyrirtækin verði ekki lömuð þegar við loks lítum bjartari daga. Sérstökum ívilnunum verður einnig beitt til að auka kraft og fjárfestingu í einkageiranum sem er nauðsynlegt til að skapa störf og auka verðmætasköpun í samfélaginu. Þessar aðgerðir ríma við það sem ég sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra: Verkefni okkar í stjórnmálunum næstu mánuði væri skýrt: atvinna, atvinna, atvinna. Við þurfum að vernda störf og skapa störf. Þar erum við í Framsókn á heimavelli því saga okkar er samofin atvinnuuppbyggingu landsins. Það er í kjarna flokksins að þekkja mikilvægi þess að hafa vinnu, að skilja sjálfstæðið sem felst í því að hafa trygga atvinnu, að vita hvað það er átakanlegt að vera án vinnu og án tekjuöryggis. Fleiri sterkar greinar Þótt ég sé kannski ekki mjög aldraður maður, hef ég lifað þá tíð að horfa upp á íslenskt efnahagslíf rísa og hníga til skiptis. Það mun halda áfram. En ég er búinn að átta mig á því að það er beinlínis óskynsamlegt að treysta of mikið á eitthvað eitt. Við þurfum fjölbreytt at- vinnulíf. Við þurfum að styðja við nýjar greinar en hlúa áfram að rótgrónari atvinnuvegum. Eitt á ekki að útiloka annað. Við verðum að byggja á samvinnu, málamiðlunum og árangri. Við finnum leiðir. Mér þykir það augljóst að styðja verður dyggilega við íslenska matvælaframleiðslu, hvort heldur hún felst í því að yrkja jörðina, rækta búpen- ing eða veiða fisk. Það er mikilvægt að standa vörð um matvælaöryggi og þá fram- leiðslu sem er hér á landi. Það er ekki síður mikilvægt að við breikkum þann grundvöll sem verðmætasköpun á Íslandi stendur á. Ég hef einnig nefnt mikilvægi þess að styðja við vöxt skapandi greina og þá sérstaklega nefnt til sögunnar kvikmyndagerð og tölvu- leikjagerð. Það er eftirspurn eftir íslenskri sköpun og í skapandi greinum búa mikil tækifæri. Eftir vetur kemur vor Ég óska þér, lesandi góður, gleðilegra jóla og vona að þú finnir leið til að njóta aðventu og hátíðar við þessar einkennilegu aðstæður. Fréttirnar sem okkur berast þessa dagana af bóluefnum gefa okkur von um að með vorinu sjáum við aftur glitta í eðlilegt líf. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. . Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Þessa dagana er liðið ár frá því mikið óveður gekk yfir norðanvert landið. Síðan hefur verið unnið þrekvirki í öryggi fjarskipta með varaaflsstöðvum. Á myndinni sit ég, ásamt forsætisráðherra og félags- og barnamálaráðherra, á eftirminnilegum fundi með almannavörnum Skagafjarðar. AÐSEND MYND F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Jólamót Molduxa 2020 Mótið sem fer ekki fram Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráðum og dáð og Molduxar deyja ekki ráða- lausir frekar en fyrri daginn. Í fréttatilkynningu segir: „27. Jólamót Molduxa í körfubolta verður ekki haldið annan í jólum að þessu sinni út af dálitlu. Það verður því ekki heldur sett með veitingu Sam- félagsviðurkenningar Molduxa eins og undanfarin ár. Því verð- ur ekki keppt í neinum flokki, og engin lið raðast saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð. En ....þar sem allur ágóði af Jólamótum Molduxa hingað til hefur runnið til körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls og er stór liður í fjáröflun deildar- innar, hafa Molduxar ákveðið að bjóða liðum að skrá sig í smá leik og njóta um leið forgangs á þátttöku í Jólamóti Molduxa 2021. Mun nafn liðsins fara í pott (á Fésbókarsíðu klúbbsins) og kl. 18 á annan í jólum verður eitt lið dregið úr pottinum og hlýtur flatbökuveislu fyrir tíu manns frá Hard Wok Cafe, og gullmedalíur að launum sem væntanlega verða safngripir framtíðarinnar. Fyrir hverja skráningu munu Molduxar jafna hverja greiðslu úr eigin sjóði allt upp í 300.000 kr. Gjald á hvert lið er 20.000 kr. Einstaklingum er einnig velkomið að skrá sig og fara þeir í annan pott sem dregið er úr og fær viðkomandi kvöld- verð fyrir tvo eftir kenjum kokksins á Gránu Bistro og gullmedalíu um hálsinn. Skráning á hvern einstakling er 2000 kr. og jafna Molduxar upphæðina með sömu skil- yrðum og að ofan greinir. ... Nánari upplýsingar má finna á Fésbókarsíðu Molduxa.“ Þetta er auðvitað frábær hugmynd hjá Molduxum og nú geta jafnvel þeir tekið þátt sem ekki vilja taka þátt. /ÓAB Umf. Tindastóll Badmintondeild stofnuð Nú nýverið bættist í íþrótta- flóruna á Sauðárkróki þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmenna- félagsins Tindastóls. Í frétt á vef Badminton- sambands Íslands segir að aðdragandann megi rekja til þess að Helgi, sem er aðal- þjálfari Tindastóls og lands- liðsþjálfari auk þess að hafa leikið yfir 50 landsleiki, flutt- ist norður með fjölskyldu sína en dætur hans höfðu þá æft badminton í nokkur ár. Áhuginn var mikill og dapurleg tilhugsun að þurfa að leggja spaðann á hilluna svo leitað var samstarfs við Sveitarfélagið Skagafjörð sem úthlutaði Helga dýrmætum tíma í þéttsetnu íþróttahúsinu. Áhuginn var mikill hjá ungum Skagfirðingum enda bad- minton skemmtileg íþrótt, og nú æfa um 14 krakkar bad- minton tvisvar í viku. „Það er frábært að geta stuðlað með beinum hætti að útbreiðslu badmintoníþrótt- arinnar með því að stofna deild hér á Sauðárkróki.“ segir Helgi. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB Helgi Jóhannesson, þjkálfari. MYND AF NETINU

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.